Saturday, April 20, 2024
HomeForsíðaHætt við bardaga Gunnars og Dong Hyun Kim

Hætt við bardaga Gunnars og Dong Hyun Kim

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Ariel Helwani var rétt í þessu að greina frá því að hætt sé við bardaga Gunnars Nelson og Dong Hyun Kim.

Ariel Helwani er sá eini sem hefur talað um þetta en hann er einn virtasti fjölmiðlamaðurinn í MMA. Gunnar og Dong Hyun Kim áttu að mætast í aðalbardaganum í Belfast þann 19. nóvember.

Orðrómur um meiðsli Gunnars hefur verið á kreiki síðan í september en þá var hann sagður koma heim frá Dublin á hækjum. Gunnar var staddur í Dublin í kynningarferð fyrir bardagakvöldið áður en miðasala hófst.

Bardaginn er sagður vera af borðinu vegna meiðsla Gunnars. Þetta er mikið áfall fyrir Gunnar sem var mjög spenntur fyrir því að berjast í aðalbardaganum í Belfast.

Samkvæmt Helwani mun bardagi Gegard Mousasi og Uriah Hall vera aðalbardaginn í Belfast í staðinn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular