spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða15 Íslendingar keppa á FightStar Interclub í Leeds

15 Íslendingar keppa á FightStar Interclub í Leeds

15 Íslendingar keppa á FightStar Interclub bardagamótinu í Leeds á morgun, sunnudag. Mótið er sérstaklega hannað fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í bardagaíþróttum.

Bardagamótið er sérstaklega hannað fyrir grasrótina í bardagasenunni þar sem bardagamenn- og konur geta tekið sín fyrstu skref í afslöppuðu umhverfi. Keppendur skrá sig og er þeim raðað eftir reynslu, Level 1 til Level 4 en hægt er að keppa í MMA, kickboxi og nogi glímu. Þetta er því frábær vettvangur til að taka sína fyrstu bardaga og prófa sig áfram.

Mjölnir, RVK MMA og Momentum BJJ senda samtals frá sér 15 keppendur á mótið. Frá RVK MMA keppa þeir Aron Kevinsson, Benedikt Gabríel Benediktsson, Benedikt Björnsson, Arnar Ingi, Bjarni Símon Sigfússon, Jakob Borgar Pálsson, Jón Róbert Árnason, Sigurður Andrés Sigurðarsson og Þorsteinn Snær Róbertsson en allir keppa þeir í MMA.

Mjölnir sendir frá sér fimm keppendur en þau Ásgeir Marteinsson, Dagmar Hrund, Kári Jóhannesson og Oliver Axfjörð Sveinsson keppa í MMA. Þá keppir Kári Jóhannesson einnig í sparkboxi, Dagmar einnig í nogi glímu og Kári Ketilsson keppir í nogi glímu. Hrafn Þráinsson frá Momentum BJJ keppir svo í MMA.

Nánar er hægt að fræðast um mótið hér og þá er hægt að fylgjast með hópnum á Snapchat-i RVK MMA (rvkmma) og Mjölnis (mjolnirmma). Áfram Ísland!

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular