spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða2014: Bestu rothögg ársins

2014: Bestu rothögg ársins

Þá eru aðeins nokkrir dagar eftir af árinu og ekki seinna vænna en að rifja upp það sem stóð upp úr á árinu. Hér ætlum við að fara yfir tíu bestu rothögg ársins.

Það voru mörg glæsileg rothögg sem litu dagsins ljós á árinu og því ekki auðvelt verk. Hér eru tíu glæsilegustu rothögg ársins að okkar mati:

10. Louis Smolka rotar Richie Vaculik – UFC Fight Night: Rockhold vs. Bisping

Louis Smolka fékk „Performance of the night“ fyrir þetta rothögg á Richie Vaculik. Bardaginn fór fram á bardagakvöldi í Ástralíu í nóvember þar sem allir bardaga kvöldsins kláruðust með annað hvort rothöggi eða uppgjafartaki. Það þurfti því eitthvað sérstakt til að verðskulda frammistöðubónus og er óhætt að segja að Smolka hafi gert það með þessu rothöggi.

Louis Smolka Finishes Richie Vaculik by Stepping Sidekick - UFC Fight Night 55 Uberlandia

9. Mark Hunt rotar Roy Nelson – UFC Fight Night: Hunt vs. Nelson

Fram að þessum bardaga hafði aðeins einum manni tekist að rota Roy Nelson (Andrei Arlovski árið 2008) og Nelson þekktur fyrir harða höku. Ástralinn Mark Hunt hefur dínamít í höndunum og eftir upphögg beint á kjálkann sem rotaði Nelson gekk Hunt rólega í burtu. „Another day at the office“ hjá Mark Hunt.

8. Timofey Nastyukhin rotar Eduard Folayang – ONE FC 23

Fljúgandi hnéspörk eru alltaf líkleg til þess að lenda á topplistum. Narfumi Yamamoto og Jose Aldo hafa átt snyrtileg rothögg eftir hnéspörk og Timofey Nastykhin gefur þeim ekkert eftir.

Timofei Nastukhin Murders Eduard Folayang by Knee and Soccer Kicks ONE FC 23

7. Joe Schilling rotar Melvin Manhoef – Bellator 131

Þegar tveir sparkboxarar berjast í MMA þá vita allir að þeir munu standa og skiptast á höggum. Þeir reyndu báðir að ná rothögginu en Joe Schilling var fyrri til og rotaði Manhoef í 2. lotu.

joe schilling ko

6. Tetsuo Ishitsuna rotar Takayuki Komazawa – Grandslam MMA

Það er mjög sjaldgæft að menn séu rotaðir eftir „slamm“ en Quinton „Rampage“ Jackson á frægasta „slammið“ er hann rotaði Ricardo Arona í PRIDE eftir eitt slíkt. Ishitsuna gefur ekkert eftir í þeim efnum og rotaði Takayuki Komazawa eftir eitt slíkt.

slamm ko

5. Damacio Page rotar Brian Hall – Legacy Fighting Championship 36

Damacio Page fær þann heiður að eiga eina af bombum ársins. Nokkrar stungur og svo rosaleg hægri (byrjar eftir 1:30).

https://www.youtube.com/watch?v=Hj_NCYxnEt0

4. Thomas Almeida rotar Caio Machado – Legacy Fighting Champion 32

Almeida er upprennandi bardagamaður frá Brasilíu og hefur sigrað 17 bardaga í röð og sigraði sinn fyrsta UFC bardaga þann 8. nóvember. Fallegustu rothöggin þurfa ekki að vera eitt högg heldur geta fléttur verið mjög fallegar. Það er alltaf fallegt að sjá menn beita skrokkhöggum og það gerir Almeida svo sannarlega. Flétta sem Ernesto Hoost væri stoltur af (rothöggið kemur eftir 8:20).

https://www.youtube.com/watch?v=jgVlQ-Tj-Fg

3. Taichi Nakajama rotar Marcio Cesar – Pancrase 257

Ekki ólíkt því sem Edson Barboza gerði við Terry Etim. Þú reynir þessi spörk í púða eða fyrir framan spegilinn því oftar en ekki hittir þú ekki andstæðinginn.

 spinning ko

2. Luis Santos rotar Alfredo Morales – XFC International 3

Þú finnur líklega ekki fullkomnara framspark þó þú leitir til Anderson Silva og Lyoto Machida (sést eftir 11:20)

 1. Dong Hyun Kim rotar John Hathaway – The Ultimate Fighter China Finale: Kim vs. Hathaway

Til að byrja með var Kim fremur óspennandi glímumaður en á þessu ári reif hann þann stimpil af sér með frábærum rothöggum. Í hans fyrsta aðalbardaga í UFC (e. main event) gerði hann nokkuð sem enginn annar hafði gert í átthyrningnum – rothögg með „spinning elbow“.

Það er gríðarlega erfitt að velja einungis tíu rothögg og því skiljum við nokkur glæsileg eftir hér sem smá bónus.

cerrone head kick

danny castillo

 

josh samman ko

 

papey ko

https://www.youtube.com/watch?v=5NvQiOo_Vr8

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular