Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða2014: Bestu bardagar ársins

2014: Bestu bardagar ársins

Nú er árið senn á enda og bardagar ársins að baki. Það er því við hæfi að líta yfir farinn veg og reyna að velja tíu bestu bardaga ársins.

APphoto_UFC 175 Mixed Martial Arts

10. Chris Weidman vs. Lyoto Machida – UFC 175

Machida reyndi á Weidman meira en nokkur annar hefur gert hingað til en Weidman sýndi hvers vegna hann er meistari. Margir höfðu efast um hæfni Weidman eftir Silva bardagana því niðurstaða þeirra var ekki sérlega fullnægjandi en á móti Machida sást hvað í honum býr. Weidman stóð sig mjög vel gegn afar erfiðum andstæðingi og barðist af hörku í gegnum allar fimm loturnar.

UFC Fight Night: Lawler v Brown

9. Robbie Lawler vs. Matt Brown – UFC on Fox: Lawler vs. Brown

Lawler og Brown eru einhverjir mestu harðhausar í UFC svo það kom engum á óvart að þeir börðust af hörku. Fæstir bjuggust þó við að þessi bardagi endaði í dómaraúrskurði. Þessir menn eru báðir nokkurn veginn óstöðvandi, svo þeir héldu áfram að lumbra á hvor öðrum í gegnum fimm grimmar lotur þar sem Lawler fór með sigur af hólmi.

¾È¸é Çã¿ëÇÏ´Â ÀÓ

8. Tarec Saffiedine vs. Hyun Gyu Lim – UFC Fight Night: Saffiedine vs. Lim

Saffiedine sýndi hvers vegna hann er einn besti sparkboxari í MMA í þessum bardaga og refsaði fótleggjum Lim með miskunnarlausum spörkum. Lim sýndi ótrúlega þrautsegju og hélt alltaf áfram að sækja. Úr varð gríðarlega dramatískur og skemmtilegur bardagi.

UFC Fight Night: Shogun v Henderson

7. Dan Henderson vs. Maurício Rua II – UFC Fight Night: Shogun vs. Henderson 2

Fyrsta viðureign Hendo og Shogun frá 2011 var goðsagnakenndur bardagi. Þeim tókst ekki að endurtaka þá ofurmannlegu frammistöðu en seinni bardaginn var samt æsispennandi og harður. Shogun kom Hendo í alvarleg vandræði oftar en einu sinni en það var að lokum Henderson sem sigraði eftir bylmingsfast hægri handar höggi beint á nefið á Shogun.

varner trujillo

6. Abel Trujillo vs. Jamie Varner – UFC 169

Trujillo og Varner reyndu að rota hvorn annan frá fyrstu mínútu bardagans. Þeir gerðu hlé á því rétt á meðan Varner reyndi að hengja Trujillo og héldu svo áfram þar til annar þeirra féll. Trujillo rotaði Varner í annarri lotu eftir frábæran bardaga.

MMA: UFC Fight Night-dos Santos vs Miocic

5. Junior dos Santos vs. Stipe Miocic – UFC on Fox: dos Santos vs. Miocic

Miocic reyndi að sigra dos Santos eins og Velasquez, kæfa hann í standandi glímu við búrið og lumbra á honum hægt og rólega. En Velasquez hefur þol sem er engu líkt og Miocic gat ekki leikið það eftir. Junior dos Santos tókst því að neyða Miocic til að standa með sér. Úr varð æsispennandi bardagi þar sem tveir bestu boxararnir í þungavigtardeildinni skiptust á höggum í fimm jafnar lotur.

dillashaw barao

4. Renan Barao vs. TJ Dillashaw – UFC 173

Þetta var ekki jafn bardagi en samt einn eftirminnilegasti bardagi ársins. Úrslitin voru líklega þau óvæntustu á árinu og enginn bjóst við að TJ Dillashaw myndi standa sig eins ótrúlega vel og hann gerði. Hann var á nýju stigi í þessum bardaga og bantamvigtarmeistarinn Barao, sem hafði unnið rúmlega 30 bardaga í röð fyrir þennan, átti ekkert svar. Það var svakalegt að sjá Dillashaw, sem hafði tapað þarsíðasta bardaga, standa svona ótrúlega vel undir álaginu og sýna bestu frammistöðu ferilsins til þessa. Ný stjarna fæddist og bardagastíllinn sem Dillashaw beitti hefur verið mjög áhrifamikill í MMA.

UFC Fight Night: Brown v Silva
3. Matt Brown vs. Erick Silva – UFC Fight Night: Brown vs. Silva

Það eru skiptar skoðanir á ágæti þessa bardaga en í honum sést einhver mesta harka í sögu MMA. Matt Brown og Erick Silva stóðu báðir af sér óeðlilega mikla refsingu í þessum bardaga og skiptust á að vera á mörkum þess að klára hvorn annan frá fyrstu mínútu. Á endanum var það þolið sem gaf sig fyrr hjá Silva og Brown sigraði þennan ótrúlega spennandi bardaga með tæknilegu rothöggi í þriðju lotu.

aldo mendes

 2. Jose Aldo vs. Chad Mendes II – UFC 179

Það var mikil spenna fyrir seinni bardaga Mendes og Aldo. Eftir að liðsfélagi Mendes, TJ Dillashaw, tók bantamvigtartitilinn af liðsfélaga Aldo, Renan Barao, voru margir gríðarlega spenntir að sjá hvort Mendes hefði bætt sig eins mikið og Dillashaw og einhver gæti loksins sigrað Aldo. Mendes hafði svo sannarlega bætt sig mikið og þetta var líklega erfiðasta prófraun Aldo til þessa en Aldo sýndi enn og aftur hvers vegna hann er einn sá besti í heiminum með sigri eftir dómaraákvörðun.

lawler hendricks

 1. Johny Hendricks vs. Robbie Lawler I – UFC 171

Fyrsta viðureign Lawler og Hendricks var svakaleg. Þetta var hnífjafn bardagi frá byrjun til enda og það var magnað að sjá þessar rothöggsvélar láta höggin dynja á hvor öðrum í fimm lotur án þess að bakka í eina sekúndu. Það var ótrúlegt að verða vitni að hörkunni sem þeir sýndu báðir en samalagt lentu þeir rúmlega 300 þungum höggum hvor á annan áður en Hendricks tók titilinn í dómaraúrskurði. Sennilega einn besti titilbardaga sögunnar og var besti bardagi ársins 2014.

spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Takk fyrir ágæta samantekt en það hlýtur mega lesa yfir þetta lítur út líkt og það sé verið að þíða bent yfir úr ensku.Anna er ég glaður með þennan vef.:-)

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular