spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent5 mögulegir andstæðingar fyrir Nick Diaz

5 mögulegir andstæðingar fyrir Nick Diaz

nick diaz

Nick Diaz lýsti því yfir á dögunum að hann vilji berjast aftur. Margir eru spenntir fyrir endurkomu hans og eru fjölmargir andstæðingar mögulegir fyrir hann.

Nick Diaz lauk 14 vikna æfingabúðum á dögunum en hann hyggst snúa aftur í búrið. Dana White, forseti UFC, var ekkert að missa sig yfir fréttunum en talað hefur verið um endurkomu Nick Diaz í mörg ár. Nick Diaz barðist síðast í janúar 2015 en þrátt fyrir það er hann enn vinsæll og kæmu margir andstæðingar til greina.

5. Mike Perry

Mike Perry er einn sá allra skrautlegasti í UFC og er auðvelt að færa rök fyrir því að hann sé ekki sá skarpasti miðað við hegðun hans utan búrsins. Það verður þó ekki tekið af honum að hann er vinsæll og skemmtilegur bardagamaður í búrinu. Diaz bræðurnir vilja bara mæta þeim sem standa og slást við þá og vilja enga glímumenn. Perry passar fullkomlega við þá lýsingu og dettur honum ekki í hug að safna stigum til að vinna lotur.

4. Conor McGregor

Conor hefur þegar barist tvisvar við Nate Diaz og sagðist nýverið til í að berjast við báða Diaz bræðurna. Nick Diaz er ennþá stórt nafn og myndi þessi bardagi vekja mikla athygli. Þá gæti Nick hefnt fyrir tap bróður síns fyrir fjórum árum síðan.

3. Jorge Masvidal

Jorge Masvidal er nú þegar búinn að vinna einn Diaz bróðurinn og gæti varið BMF titilinn gegn öðrum Diaz. Masvidal elskar ekkert meira en stóra bardaga sem gefa vel í aðra hönd og væri bardagi gegn Nick Diaz mjög stór. Við erum búin að sjá Jorge vinna Nate Diaz og mun Jorge eflaust vilja bæta nafni Nick Diaz á ferilskrána.

donald cerrone

2. Donald Cerrone

Cerrone er orðinn gamall og hefur tapað fjórum bardögum í röð. Hann á eflaust ekki mikið eftir en bardagi gegn Nick Diaz myndi vekja athygli. Cerrone er ennþá stórt nafn og er ennþá gríðarlega vinsæll. Hann myndi líka standa og skiptast á höggum við Nick Diaz sem er það eina sem Diaz bræðurnir vilja.

1. Robbie Lawler

Þeir Nick Diaz og Robbie Lawler mættust fyrst á UFC 47 í apríl 2004. Þá sigraði Diaz með rothöggi í 2. lotu í skemmtilegum bardaga. Þetta væri fullkomin endurkomubardagi fyrir Diaz 16 árum eftir fyrri bardaga þeirra. Lawler er ennþá nafn en hefur munað sinn fífil fegurri og ætti sennilega bara að berjast við aðra á svipuðum aldri. Þessi myndi selja vel enda bæði nöfn sem draga enn að.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular