spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða95% miðanna á bardagakvöldið í Rotterdam seldir

95% miðanna á bardagakvöldið í Rotterdam seldir

gunnar nelson albert tumenovEins og við var að búast var mikil eftirspurn eftir miðum á UFC bardagakvöldið í Rotterdam. Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov á bardagakvöldinu og eru fáir miðar eftir.

Forsalan fór fram á þriðjudag og miðvikudag en almenn miðasala hófst í dag. 95% miðanna hafa nú þegar verið seldir og aðeins VIP og sérstakir platínu miðar eftir.

Þetta er fyrsta bardagakvöld UFC í Hollandi en þremur tímum eftir að almenna miðasalan hófst í dag var búið að selja 95% af miðunum.

Hollendingurinn Alistair Overeem mætir Andrei Arlovski í aðalbardaga kvöldsins en bardagakvöldið er farið að taka á sig ansi góða mynd. Bardagakvöldið fer fram þann 8. maí í Ahoy Arena í Rotterdam.

Þungavigt: Alistair Overeem gegn Andrei Arlovski
Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Albert Tumenov
Þungavigt: Stefan Struve gegn Antonio ‘Bigfoot’ Silva
Veltivigt: Dominic Waters gegn Peter Sobotta
Léttvigt: Chris Wade gegn Rashid Magomedov
Léttvigt: Reza Madadi gegn Yan Cabral
Millivigt: Garreth McLellan gegn Magnus Cedenblad
Léttvigt: Nick Hein gegn Jon Tuck

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular