Fyrri degi ADCC var að ljúka. Undanúrslitin og opni flokkurinn fara fram á morgun en hér má sjá hverjir mætast á morgun í hverjum flokki.
UFC bardagamennirnir sem kepptu í dag áttu misjöfnu gengi að fagna. Ben Henderson tapaði fyrir Abdukadirov Magomed í fyrstu umferð eftir „rear naked choke“ en hann keppti í -77 kg flokki.
Hector Lombard, sem keppir að jafnaði í -77 kg flokki í UFC, keppti í dag í -99 kg flokki. Hann sigraði Jason Bukich á stigum í fyrstu umferð en tapaði svo fyrir Xande Ribeiro eftir dómaraákvörðun í næstu umferð.
Léttvigtarmaðurin Gilbert Burns sigraði báðar glímur sínar í dag og er kominn í undanúrslit. Hann mætir Davi Ramos í -77 kg flokki. Burns varð heimsmeistari í sínum flokki árið 2011 en hefur síðan þá lítið keppt í BJJ til að einbeita sér að MMA. Þar hefur honum vegnað vel og er 3-0 í UFC og ósigraður í tíu bardögum samtals.
Óvæntustu úrslit dagsins var sennilega sigur Lucas Lepri á Garry Tonon. Tonon hefur verið á mikill siglingu á undanförnu og bjuggust margir við sigri hans í -77 kg flokki. Annars fór dagurinn að mestu eftir bókinni og eru þau Gabi Garcia, Rubens Cobrinha, Keenan Cornelius, Xande Ribeiro, Rodolfo Vieira og Mackenzie Dern öll komin í undanúrslit.
Ofurglíma dagsins var viðureign gamlingjanna Mario Sperry og Ricardo Liborio. Liborio fór með sigur af hólmi í heldur tíðindalítilli glímu eftir nokkrar framlengingar.
Hér að neðan má sjá viðureignir morgundagsins
-66kg flokkur karla
Rubens Charles vs. Augusto Mendes
Bruno Frazzato vs. Geo Martinez
-77kg flokkur karla
Otavio Souza vs. Lucas Lepri
Davi Ramos vs. Gilbert Burns
-88kg flokkur karla
Romulo Barral vs. Yuri Simoes
Rustam Chsiev vs. Keenan Cornelius
-99kg flokkur karla
Joao Assis vs. Felipe Pena
Xande Ribeiro vs. Rodolfo Vieira
+99kg karla
Orlando Sanchez vs. Vinny Magalhaes
Jared Dopp vs. Joao Rocha
-60kg flokkir kvenna
Michelle Nicolini vs. Tammy Musucemi
Mackenzie Dern vs. Beatriz Mesquita
+60kg flokkur kvenna
Ana Lauta Cordeiro vs. Amanda Santana