0

Urijah Faber talar um atvikið með Conor McGregor fyrir vigtun UFC 189

Conor McGregor og Urijah Faber munu þjálfa nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Í vigtuninni fyrir UFC 189 lenti þeim saman baksviðs en í myndbandinu hér að neðan útskýrir Faber atvikið.

Margir vilja meina að atvikið hafi verið sviðsett til að auglýsa nýjustu seríu TUF. Faber neitar því fer nánar í saumana á atvikinu.

Conor McGregor hefur eflaust verið dálítið úrillur á þessu augnabliki enda í stórum niðurskurði og glorhungraður og þyrstur. Hann hefur ekki verið í skapi fyrir grín og brást því illa við þegar Faber svaraði ummælum McGregor.

Í seríunni þjálfar Conor McGregor lið Evrópumanna á meðan Faber þjálfar lið skipað Bandaríkjamönnum. Serían fer í loftið miðvikudaginn 9. september á Fox Sports 1.

Sjá einnig: Gunnar aðstoðar Conor McGregor við upptökur á TUF

Atvikið gamla má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.