spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAl Iaquinta ekki lengur með bardaga gegn Justin Gaethje

Al Iaquinta ekki lengur með bardaga gegn Justin Gaethje

Al Iaquinta mun ekki lengur mæta Justin Gaethje í ágúst eins og til stóð. Af einhverjum ástæðum hefur hann dregið sig úr bardaganum og kemur James Vick í hans stað.

Þeir Al Iaquinta og Justin Gaethje áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldi í Lincoln þann 25. ágúst. Nú hefur UFC tilkynnt að James Vick komi í stað Al Iaquinta en orsakir breytinganna eru ókunnar.

Al Iaquinta hefur lengi átt í útistöðum við UFC en svo virtist sem ákveðnar sættir hefðu átt sér stað eftir að Iaquinta kom inn með skömmum fyrirvara gegn Khabib Nurmagomedov á UFC 223. Iaquinta er þó við sama heygarðshornið á samfélagsmiðlum og er ófeiminn við að láta í sér heyra hvort sem það er á kostnað annarra bardagamanna eða UFC. Nýlega gagnrýndi hann Dana White, forseta UFC, fyrir að ætla að breyta vigtuninni í UFC.

Tilurð bardagans var skrítin en þegar fréttir bárust fyrst um bardagann skaut Dana White það fljótt niður. Bardaginn var síðan aftur í umræðunni en þá sagði Al Iaquinta það vera falsfréttir. Bardaginn var svo loksins staðfestur af UFC en núna er bardaginn endanlega af borðinu. Þetta er óvenjulegt enda hefst almenn miðasala á bardagakvöldið á morgun.

James Vick kemur í hans stað en hann átti að mæta Paul Felder á UFC bardagakvöldi þann 14. júlí. Vick er 9-1 í UFC og lengi kallað eftir toppbardaga. Paul Felder situr því miður uppi með engan andstæðing eins og er og spurning hvort hann fái andstæðing í tæka tíð. Felder átti að mæta Al Iaquinta á UFC 223 í apríl áður en Iaquinta var færður í bardagann gegn Khabib. Það má því segja að Iaquinta hafi haft töluverð áhrif á feril Felder á þessu ári.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular