spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlan Jouban meiddur og getur ekki barist í júlí

Alan Jouban meiddur og getur ekki barist í júlí

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Alan Jouban þarf að bíða aðeins lengur eftir því að komast aftur á sigurbraut eftir tapið gegn Gunnari Nelson. Jouban fékk nýlega bardaga í júlí en þarf nú að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Alan Jouban tapaði fyrir Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í London í mars. Í síðustu viku fékk Jouban bardaga gegn Brian Camozzi á UFC 213 þann 8. júlí en hefur nú þurft að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Jouban er fótbrotinn og getur því ekki barist. „Kom í ljós að ég er með beinbrot í fætinum eftir sparr á föstudaginn. Ég hef verið að æfa fótbrotinn í þrjá daga. Það kemur í veg fyrir að ég berjist þann 8. júlí. Ég er dálítið vonsvikinn. Ég hef verið við góða heilsu og æft mjög vel undanfarna tvo mánuði. Svo loksins þegar ég fæ bardaga meiðist ég,“ sagði Jouban á Instagram.

UFC leitar nú að nýjum andstæðingi fyrir Camozzi. Jouban ætlar þó ekki að vorkenna sér lengi og skellti sér á styrktaræfingu í gær.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular