spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAlbert „Einstein“ Tumenov: Samkvæmt mínum útreikningum verður þetta rothögg í 1. lotu

Albert „Einstein“ Tumenov: Samkvæmt mínum útreikningum verður þetta rothögg í 1. lotu

Albert Tumenov mætir Gunnari Nelson á sunnudaginn á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam. Samkvæmt útreikningum Albert „Einstein“ mun hann rota Gunnar í 1. lotu.

Tumenov talar litla sem enga ensku en með aðstoð þjálfara síns gat hann talað við okkur. Tumenov var hinn viðkunnalegasti og bar augljóslega virðingu fyrir Gunnar.

„Ég bað um topp bardagamann og vil alltaf berjast við þá bestu. Akkúrat núna er Gunnar ekki á topp 15 á styrkleikalistanum en það þýðir ekki neitt. Hann er góður bardagamaður og mjög vinsæll svo sigur gegn honum mun koma mér hátt upp styrkleikalistann. Ég þarf bara að vinna alla sem þeir setja fyrir framan mig og klifra upp styrkleikalistann,“ sagði Tumenov.

Ég er þekktur sem boxari og Gunnar þekktur fyrir að vera mjög góður glímumaður. En þetta er MMA, þetta er ekki glímumót eða boxbardagi. Við munum komast að því hver getur spilað sinn leik í búrinu.“

Aðspurður um hvernig bardaginn fer sat Tumenov ekki á svörunum. „Samkvæmt mínum útreikningum verður þetta rothögg í 1. lotu.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular