Saturday, April 27, 2024
HomeForsíðaGunnar Nelson: Alltaf pressa að vinna

Gunnar Nelson: Alltaf pressa að vinna

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Það var mikið um að vera í dag á stóra fjölmiðladeginum fyrir bardagakvöldið í Rotterdam á sunnudaginn. Við ræddum við Gunnar Nelson um bardagann, Conor McGregor, pressuna og stóra trémálið.

Gunnar mætir Albert Tumenov á sunnudaginn. Þetta verður gríðarlega mikilvægur bardagi fyrir Gunnar enda verður hann að sigra til að halda sér sem næst toppnum.

Fyrir skömmu lét Gunnar fjarlægja tré úr lóð sinni og eitt tré úr lóð nágranna sinna. Gunnar stóð í þeirri trú um að það væri í lagi að taka tréð en annað kom á daginn. Málið hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla og hafa margir spurt hann út í tréð. Kemur öll þessi athygli á stóra trémálið Gunnari á óvart?

„Já þetta var nú ekki svo stórt tré, stóra tréð var í mínum garði. En já það er nátturulega búið að blása þetta algjörlega upp úr öllu valdi þetta trjáardæmi finnst mér. En við höfum bara gaman af því,“ sagði Gunnar léttur í bragði.

Gunnar tapaði fyrir Demian Maia síðast og hefur hann fengið margar spurningar um þann bardaga. Gunnar er spenntur fyrir að berjast aftur til að geta kvatt aðeins Maia bardagann. „Ég er ekki mikið að velta mér upp úr fortíðinni. Maður er spurður endalaust af spurningum um fortíðina og þá þarf maður að hugsa og pæla og grafa upp eitthvað sem maður er búinn að afgreiða. Mjög fínt að halda bara áfram og loka ákveðnum köflum.“

Eftir tapið gegn Maia segja margir að ákveðin pressa sé komin á Gunnar. Gunnar segist þó ekki finna fyrir aukinni pressu. „Mér finnst bara alltaf vera pressa að vinna. Það er bara pressa sem maður setur á sjálfan sig. Hún breytist ekkert. Maður vill alveg jafn mikið vinna hvern einasta bardaga þó maður vinni allt á undan eða ekkert á undan. Hvernig sem það er þá fer maður alltaf inn í bardagann með sama hugarfar, þú ætlar að vinna.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan en þar talar Gunnar einnig um breyttar áherslur á æfingum og um Conor McGregor.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular