Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlistair Overeem og Aljamain Sterling endurnýja samninga sína við UFC

Alistair Overeem og Aljamain Sterling endurnýja samninga sína við UFC

aljamain sterling

Tveir bardagamenn endurnýjuðu samninga sína við UFC í dag. Eftir nokkra óvissu um framtíð þeirra Alistair Overeem og Aljamein Sterling hafa þeir nú endurnýjað samninga sína.

Nýlega hafa nokkrir UFC bardagamenn tekið þá stóru ákvörðun að láta samning sinn við UFC renna út í stað þess að endursemja þegar einn eða tveir bardagar eru eftir af samningnum eins og venjan hefur verið. Hugmyndin er að láta reyna á frjálsa markaðinn með hugsanlega launahækkun í huga.

Fyrir skömmu síðan gerði Benson Henderson nákvæmlega þetta og samdi í kjölfarið við Bellator sem bauð hæst. Þeir Alistair Overeem og Aljamein Sterling  kláruðu báðir samninga sína við UFC í desember en hafa nú báðir skrifað undir nýjan samning við UFC.

Overeem hefur farið í gegnum miklar sveiflur á sínum ferli en hefur nú unnið þrjá bardaga í röð og hefur verið orðaður við titilbardaga. Overeem er sennilega að nálgast endann á sínum ferli á meðan Sterling er rétt að byrja sinn.

Sterling er 26 ára ósigraður strákur sem á framtíðina fyrir sér en það er mikilvægt fyrir UFC að halda í þessa efnilegu bardagamenn sem munu móta framtíð bardagasamtakanna.

Sterling er á fimmta sæti á styrkleikalista UFC í bantamvigtinni. Hann íhugaði að hætta eða taka sér pásu frá MMA til að fá sér almenna vinnu þar sem hann fékk of lítið borgað og of lítið að berjast. Sem betur fer hefur hann fengið nýjan samning enda afar fær bardagamaður.

reem

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular