spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAndrei Arlovski aftur í UFC

Andrei Arlovski aftur í UFC

arlovskiAndrei Arlovski er kominn aftur í UFC. Arlovski var þungavigtarmeistari UFC árið 2005 og mætir Brendan Schaub í júní.

Forseti UFC, Dana White, tístaði nú í kvöld “Velkominn til baka Andrei Arlovski!”. Ekkert hefur heyrst þó frá talsmönnum UFC eða Arlovski.

Arlovski og UFC voru í samningaviðræðum og líklegast hafa þeir náð samningum þar sem Dana White býður hann velkomin til baka. Allt bendir til þess að Arlovski mæti Brendan Schaub á UFC 174 í júní.

Arlovski barðist seinast fyrir UFC árið 2008 en hætti vegna samningsdeilna. Síðan þá hefur hann sigrað átta bardaga og tapað fimm fyrir bardagasamtök eins og Affliction, EliteXC, Strikeforce, Pro Elite, WSOF og Fight Nights. Hann hefur þó unnið sex af seinustu átta bardögum. Hann lenti í slæmri hrynu rothögga frá 2009 til 2011 þar sem hann var rotaður þrisvar sinnum en síðan þá hefur hann sigrað sex bardaga og tapað einum. Eina tapið kom gegn Anthoy Johnson eftir dómaraákvörðun í WSOF en þar kjálkabrotnaði Arlovski í bardaganum.

Fyrsti bardagi hans fyrir UFC var árið 2000 á UFC 28 en fimm árum seinna sigraði hann Tim Sylvia fyrir þungavigtarbeltið.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular