spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnthony Pettis mætir Edson Barboza á UFC 197

Anthony Pettis mætir Edson Barboza á UFC 197

pettis barbozaFyrrum léttvigtarmeistarinn Anthony Pettis mætir Edson Barboza á UFC 197. Sama kvöld mun Jon Jones snúa aftur og mætir léttþungavigtarmeistaranum Daniel Cormier.

Anthony Pettis hefur tapað tveimur bardögum í röð. Fyrst tapaði hann beltinu sínu til Rafael dos Anjos í einhliða bardaga og í janúar tapaði hann fyrir Eddie Alvarez eftir dómaraákvörðun.

Pettis er ákveðinn í að koma sér aftur á toppinn og mætir Barboza þann 23. apríl. Pettis hefur verið meiðslagjarn á síðustu árum og þarf að sigra Barboza til að koma ferlinum aftur á flug.

Edson Barboza tapaði síðast fyrir Tony Ferguson í desember og er einn hættulegasti sparkboxarinn í léttvigt UFC. Þessi bardagi mun að öllum líkindum fara fram standandi og geta bardagaáhugmenn átt von á frábærum þriggja lotu bardaga.

Báðir bardagamenn eru með stórt vopnabúr af spörkum en Barboza á eitt svakalegasta rothögg í sögu UFC.

edson-barboza1

UFC 197 verður eflaust frábært bardagakvöld en nú þegar hafa nokkrir frábærir bardagar verið staðfestir.

Daniel Cormier gegn Jon Jones
Demetrious Johnson gegn Henry Cejudo
Anthony Pettis gegn Edson Barboza
Yair Rodríguez gegn Andre Fili
Robert Whittaker gegn Rafael Natal
Jessica Aguilar gen Juliana Lima
Marcos Rogério de Lima gegn Clint Hester
Glaico França gegn James Vick

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular