spot_img
Sunday, November 24, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnthony Pettis semur við PFL

Anthony Pettis semur við PFL

Anthony Pettis var ekki lengi atvinnulaus. Eftir að hafa yfirgefið UFC hefur Pettis nú samið við PFL.

Anthony Pettis sigraði Alex Morono um síðustu helgi og var það síðasti bardaginn hans á samningnum við UFC. Pettis tilkynnti síðan fyrr í vikunni að hann hefði ákveðið að yfirgefa UFC. Aðeins degi síðar var hann búinn að semja við Professional Fighters League, PFL.

Pettis mun berjast í léttvigtarmóti PFL á næsta ári en Natan Schulte er ríkjandi meistari þar.

PFL hélt ekki eitt bardagakvöld á þessu ári vegna kórónuveirunnar en setur stefnuna á gott ár 2021. PFL hefur nýlega samið við Fabricio Werdum og Clarissa Shields, heimsmeistara í boxi, og nú hefur Pettis bæst í hópinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular