Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFerill Santiago Ponzinibbio í hættu eftir að hafa barist við sýkingu -...

Ferill Santiago Ponzinibbio í hættu eftir að hafa barist við sýkingu – berst aftur í janúar

Santiago Ponzinibbio hefur ekki barist í rúm tvö ár en er kominn með bardaga í janúar. Ponzinibbio hefur barist við slæma sýkingu í langan tíma og var bardagaferill hans í hættu um tíma.

Santiago Ponzinibbio hefur unnið sjö bardaga í röð í veltivigt UFC. Þar á meðal var afar umdeildur sigur gegn Gunnari Nelson í júlí 2017 þar sem hann potaði nokkrum sinnum í augu Gunnars. Ponzinibbio var kominn nálægt titilbardaga um tíma en hefur ekki barist síðan í nóvember 2018 þegar hann sigraði Neil Magny.

Ponzinibbio hefur barist við sýkingu í tæp tvö ár og var ferill hans í hættu um tíma samkvæmt MMA Fighting. Ponzinibbio fékk tvær bakteríusýkingar árið 2019 og þurfti að dvelja á spítala í átta daga. Ponzinibbio fékk að fara heim en þremur dögum síðar var hann lagður aftur inn með svimandi háan hita og þurfti hann að dvelja í 10 daga á spítala.

Ponzinibbio fékk nokkur mismunandi lyf og var leyft að fara heim þar sem hann notaðist við æðalegg í tvo mánuði. Talið var að sýkingin væri á bak og burt og fékk hann að leyfi til að byrja aftur að æfa en þar sem hann hafði verið svo lengi frá átti hann að byrja í léttri sjúkraþjálfun.

Ponzinibbio hélt til Las Vegas í maí 2019 þar sem sjúkraþjálfunin fór fram hjá Performance Institute UFC. Eftir stífa sjúkraþjálfun, tvisvar á dag í fimm mánuði, var árangurinn enginn. Hann var ekkert að bæta sig en eftir að hann gekkst undir segulómskoðun í lok nóvember kom í ljós að hann var með alvarlega beinsýkingu.

Á þeim tímapunkti var óljóst hvort Ponzinibbio myndi nokkurn tímann berjast aftur. Læknar Ponzinibbio heima í Miami náðu að bregðast við sýkingunni og fékk hann rétt lyf sem náðu að bregðast við sýkingunni.

Sjúkraþjálfunin fór loksins að skila sér en á þessum tíma hafði hann lést um tæp 14 kg frá því sýkingin byrjaði. Ponzinibbio hefur notað tímann á þessu ári til að ná fyrri styrk og er loksins kominn með bardaga. Ponzinibbio mætir Li Jingliang þann 16. janúar í veltivigt.

Ponzinibbio var um tíma einum bardaga frá titilbardaga en þarf nú að hefja gönguna aftur. Það verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur til leiks þann 16. janúar gegn Li Jingliang.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular