Anthony Smith mætir líklegast Jon Jones á UFC 235 í mars. Smith segist vera alveg sama um öll lyfjamál Jon Jones og mætir Jones í titilbardaga í léttþungavigt.
Eins og kom fram í morgun fundust 33 píkógrömm af steranum turinabol í lyfjaprófi Jon Jones daginn fyrir bardaga hans gegn Alexander Gustafsson. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leyfar af steranum finnast í lyfjaprófum hans.
Jones hefur lítið barist undanfarin ár vegna vandræða sinna utan búrsins en nú vill hann berjast sem oftast. Aðeins nokkrum dögum eftir sigur sinn gegn Alexander Gustafsson í desember var hann sagður kominn með bardaga gegn Anthony Smith í mars. Bardaginn hefur þó ekki verið staðfestur af UFC en Jones á enn eftir að mæta fyrir hönd íþróttasambandsins í Nevada fylki til að fá bardagaleyfið sitt aftur.
Þegar fréttirnar um Jones komu í gærkvöldi var Smith fljótur að láta alla vita að honum væri alveg sama. Hann vissi alveg hvað hann væri að fara út í þegar hann samþykkti að berjast við Jon Jones.
If you’re hitting me up about this, don’t. I truly dont care. Picograms, no picograms, Olympic sized swimming pools, grains of salt ??♂️… I couldn’t care any less. I signed on the line and did it knowing what I was signing up for and with no expectations. I’m good, y’all. ??♂️ https://t.co/GnQQ6diow6
— Anthony Smith (@lionheartasmith) January 24, 2019
Bardagi þeirra fer fram á UFC 235 þann 2. mars en sama kvöld mætir Kamaru Usman meistaranum Tyron Woodley.