spot_img
Thursday, January 2, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÁrni Ísaksson gráðaður í svart belti

Árni Ísaksson gráðaður í svart belti

Árni Ísaksson var í gær gráðaður í svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Árni er goðsögn og frumkvöðull í MMA senunni á Íslandi og er 23. Íslendingurinn til að fá svart belti í BJJ.

Árni Ísaksson er einn af fyrstu Íslendingunum sem keppti í MMA. Hann keppti sem atvinnumaður í MMA frá 2005 til 2013 og lauk ferlinum með bardagaskorið 12-5. Árni kom í MMA úr Muay Thai á sínum tíma og vildi helst halda bardaganum standandi. Eftir að hafa byrjað að æfa hjá John Kavanagh á Írlandi þróaðist hann sem bardagamaður, varð betri alhliða bardagamaður og frábær glímumaður.

„Þegar ég hitti John Kavanagh fyrst hér á Íslandi spurði ég hann hvort hann kynni eitthvað sparkbox en hann sagði ‘nei ég er alltof fallegur til þess’ eins og honum einum er lagið. Ég sagðist ætla að koma og æfa hjá honum og hann sagði bara ‘jájá’. Þá var ég mikill thaiboxer, rosa harður gaur og hann hélt ég væri bara eitthvað að djóka en eftir tvær vikur var ég kominn til Írlands og bjó ég hjá honum í smá tíma. Upp frá því hafði ég miklu meiri áhuga á BJJ [brasilískt jiu-jitsu] og þetta varð allt svo miklu skemmtilegra eftir að ég tengdi allt saman,“ sagði Árni í viðtali við okkur árið 2015. Af 12 sigrum Árna í MMA komu sex eftir uppgjafartök.

Sjá einnig:

Árni Ísaksson: Ég er hættur
Árni Ísaksson: Kannski átti ég bara að vera þjálfari
Goðsögnin: Árni Ísaksson

Árni lagði hanskana formlega á hilluna 2015 vegna meiðsla en hefur síðan þá haldið áfram að æfa BJJ. Hann var í gær gráðaður af Arnari Frey Vigfússyni en þeir hafa lengi æft saman. Arnar er 3. Íslendingurinn til að fá svarta beltið í BJJ en hann var gráðaður af Luiz Palhares árið 2013.

Með gráðuninni í gær hafa 23 Íslendingar fengið svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. Aðrir sem hafa hlotið þann heiður að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu eru í eftirfarandi röð: Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson, Arnar Freyr Vigfússon, Kári Gunnarsson, Ingþór Örn Valdimarsson, Axel Kristinsson, Bjarni Baldursson, Sighvatur Magnús Helgason, Þráinn Kolbeinsson, Jóhann Eyvindsson, Daði Steinn Brynjarsson, Ómar Yamak, Halldór Logi Valsson, Birkir Freyr Helgason, Jósep Valur Guðlaugsson, Aron Daði Bjarnason, Halldór Sveinsson, Kristján Helgi Hafliðason, Bjarki Þór Pálsson, Inga Birna Ársælsdóttir, Magnús Ingi Ingvarsson og Atli Örn Guðmundsson.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular