spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÁslaug María: Draumurinn er að keppa í MMA í framtíðinni

Áslaug María: Draumurinn er að keppa í MMA í framtíðinni

Mynd: Ásgeir Marteinsson.

Áslaug María Þórsdóttir vann opinn flokk kvenna á Mjölnir Open unglinga fyrr í mánuðinum. Áslaug setur stefnuna á MMA í framtíðinni.

Þetta er var þriðja árið í röð sem Áslaugu tekst að vinna opna flokkinn á Mjölnir Open unglinga. Óhætt er að segja að hún sé ein efnilegasta glímukona landsins en þetta var í hinsta sinn sem hin 17 ára Áslaug keppir í unglingaflokki á Mjölnir Open.

Áslaug hefur æft brasilískt jiu-jitsu í þrjú ár og æfir nánast alla daga vikunnar. „Ég byrjaði að æfa jiu-jitsu árið 2014 en það var mamma sem plataði mig út í það. Ég var búin að prófa allar íþróttir, allt frá því að æfa körfubolta og í það að æfa á listskauta. Mamma sá auglýsingu um grunnnámskeið í Mjölni og ég ákvað að skella mér,“ segir Áslaug.

„Ég reyni oftast að taka mér einn frídag í viku þannig ég æfi oftast um sex sinnum í viku. Mér finnst gott að mæta í þrekið og jóga með glímunni, finnst það styrkja mig mikið. Annars finnst mér útihlaup hjálpa mér gríðarlega.“

Meðfram æfingunum er hún aðstoðarþjálfari á barnanámskeiði Mjölnis. „Mér finnst rosalega gaman og gefandi að þjálfa þessa krakka. Ég sjálf læri hrikalega mikið af því að kenna þeim og alveg eins að horfa á þau glíma.“

Keppnisstressið er nokkuð sem hún finnur fyrir áður en hún keppir en Áslaug reynir að hugsa um eitthvað allt annað en mótið kvöldið fyrir. „Oftast þegar ég er að fara að keppa þá næ ég ekki alveg að hugsa um mótið fyrr en svona tveimur dögum fyrir og þá verð ég alveg mjög stressuð. Ég reyni að gera bara eitthvað sem mér finnst skemmtilegt kvöldið fyrir keppni eins og til dæmis að fara í bíó eða hitta vini mína. Þá hugsa ég ekki jafn mikið um mótið og verð oftast slakari á keppnisdegi.“

„Á mótinu um daginn vann ég opna flokkinn en var satt að segja ekkert sérstaklega sátt með frammistöðu mína. Ég var alls ekki með hugann við glímurnar og var ekki nógu einbeitt. Ég lærði þó að ég þarf bara að trúa á mig og vera ákveðnari. Mér fannst ég vera alltof róleg á mótinu og var hálfpartinn að slow rolla í öllum glímunum.“

Áslaug er mest megnis í glímunni en stefnir á að fara í inntökuprófið fyrir MMA keppnislið Mjölnis. „Draumurinn er að keppa í MMA í framtíðinni og ég ætla sennilega að taka keppnisliðsprófið á næsta ári. Ég fékk að vera með á einni keppnisliðsæfingu um daginn og sparraði meðal annars við Jojo [Joanne Calderwood] og Sunnu Rannveigu þegar hún var að undirbúa sig fyrir síðasta bardagann sinn. Mér finnst rosalega skemmtilegt að æfa með Sunnu og ég læri helling af því.“

Mynd: Ásgeir Marteinsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular