Thursday, April 18, 2024
HomeErlentUFC staðfestir fjölmarga bardaga á UFC 214 - Sage Northcutt kominn með...

UFC staðfestir fjölmarga bardaga á UFC 214 – Sage Northcutt kominn með bardaga

Sage Northcutt UFC 214Fjölmargir bardagar voru staðfestir í gær á UFC 214. Jon Jones og Daniel Cormier verða í aðalbardaga kvöldsins á UFC 214 í Anaheim þann 29. júlí en nokkrir bardagar hafa nú bæst við.

Sage Northcutt mætir Claudio Puelles (7-2, 0-1 í UFC) í léttvigt. Northcutt hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Mickey Gall í desember eftir hengingu í 2. lotu. Northcutt þurfti að láta fjarlægja hálskirtlana á dögunum en er nú tilbúinn til að fara aftur á fullt.

Northcutt er 3-2 í UFC en bæði töpin hafa komið eftir uppgjafartök. Hann er nú hættur í háskólanum til að einbeita sér að MMA ferlinum en Northcutt hefur verið að æfa mikið með veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley.

UFC 214 Aljamain Sterling Renan Barao

Fyrrum bantamvigtarmeistarinn Renan Barao fer aftur niður í bantamvigt eftir tvo bardaga í fjaðurvigt. Barao var lengi vel í erfiðleikum með niðurskurðinn í bantamvigtina og fór því upp í fjaðurvigt. Þar tapaði hann gegn Jeremy Stephens en vann svo Philippe Nover í fyrrahaust.

Barao mætir Aljamain Sterling og verður mjög áhugavert að fylgjast með niðurskurði Barao fyrir bardagann, sérstaklega í ljósi þess að bardaginn fer fram í Kaliforníu. Íþróttasamband Kaliforníu ríkis samþykkti á dögunum nýjar vigtunarreglur sem eiga að koma í veg fyrir stóran niðurskurð hjá bardagamönnum.

Þá munu þeir Chan Sung Jung, betur þekktur sem The Korean Zombie, og Ricardo Lamas eigast við í hörku fjaðurvigtarslag á kvöldinu. Chan Sung Jung snéri aftur eftir þriggja ára fjarveru í febrúar þegar hann rotaði Dennis Bermudez í 1. lotu.

Þeir Lamas og Jung áttu að mætast á UFC 162 árið 2013 en Jung fékk í staðinn titilbardaga gegn Jose Aldo eftir að andstæðingur Aldo, Anthony Pettis, meiddist.

Fjórum bardögum hjá minni spámönnum var einnig bætt á bardagakvöldið. Josh Burkman og Drew Dober mætast í léttvigt, Kailin Curran og Alexandra Albu mætast í strávigt kvenna, Eric Shelton og Jarred Brooks mætast í fluguvigt og Dmitrii Smoliakov og Adam Wieczorek mætast í þungavigt.

UFC 214 Ricardo Lamas Chan Sung Jung

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular