spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentB.J. Penn braut reglur USADA og keppir ekki á UFC 199

B.J. Penn braut reglur USADA og keppir ekki á UFC 199

BJPennUFC tilkynnti í gær að B.J. Penn muni ekki berjast gegn Cole Miller á UFC 199. Penn er sagður hafa brotið reglur USADA og fær hann því ekki að keppa.

Penn gekkst undir lyfjapróf þann 25. mars af USADA en USADA sér um öll lyfjapróf UFC. Penn fékk næringu í æð frá lækni og lét USADA vita þegar hann fór í lyfjaprófið. Það er hins vegar bannað fyrir bardagamenn UFC að fá næringu í æð allan ársins hring (nema bardagamenn séu innlagðir á spítala eða fari í skurðaðgerð).

Penn segist ekki hafa vitað að slíkt væri bannað í yfirlýsingu á heimasíðu sinni. „Af fúsum og frjálsum vilja upplýsti ég USADA um notkun mína á næringu í æð undir handleiðslu læknis. Reglurnar um næringu í æð hafa breyst síðan ég barðist síðast og ég vissi ekki að slíkt væri bannað og upplýsti því USADA um málið. Ég hafði ekki hugmynd um að notkun á næringu í æð væri bannað 365 daga ársins,“ segir Penn en goðsögnin barðist síðast í júlí 2014.

Penn er sannfærður um að niðurstöður lyfjaprófsins komi hreint út og vonast til þess að berjast sem fyrst.

Margir bardagamenn fengu hér áður fyrr næringu í æð eftir vigtun til að jafna sig fyrr á niðurskurðinum fyrir bardaga. Þegar USADA tók yfir lyfjamál UFC var slíkt bannað. Næring í æð er sögð geta skekkt niðurstöður lyfjaprófa og falið steranotkun. Þess má geta að B.J. Penn tók banninu fagnandi í fyrra.

Netverjar voru ekki lengi að finna þessi ummæli BJ Penn og nú hefur þetta klassíska augnablik hér að neðan verið endurgert.

UFC mun nú finna nýjan andstæðing fyrir Cole Miller en UFC 199 fer fram þann 4. júní. Enn einu sinni missir Miller af stórum bardaga en hann átti að mæta Conor McGregor í júlí 2014 áður en hann meiddist.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular