spot_img
Friday, December 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBandarísk hjón nefndu veikan son sinn í höfuðið á Gunnari Nelson

Bandarísk hjón nefndu veikan son sinn í höfuðið á Gunnari Nelson

Bandarísk hjón nefndu nokkra vikna veikan son sinn í höfuðið á Gunnari Nelson. Foreldrarnir eru miklir aðdáendur Gunnars og vildu nefna hann í höfuðið á bardagamanninum en barnið á erfiða baráttu framundan.

Eftir langa leit að nafni völdu hjónin nafnið Gunnar eftir að hafa horft á nokkra UFC-bardaga eitt kvöldið. Nafnið fannst þeim kraftmikið og sterkt og tilvalið fyrir soninn. Því miður er Gunnar James Kenealy veikur en læknarnir vita ekki enn hvað veldur.

Móðir drengsins póstaði fallegri kveðju á vegg opinberrar Facebook síðu Gunnars Nelson þar sem hún óskaði bardagamanninum til hamingju með nýlegan sigur og velfagnaðar á ferli sínum. Kveðjuna má lesa á Facebook vegg Gunnars eða með því að smella á myndina hér að neðan.

Við óskum Gunnar James Kenealy góðs bata og sendum baráttukveðjur til fjölskyldu hans.

gunnar james

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular