Monday, May 27, 2024
HomeErlentCondit-Lawler á UFC 193 og Woodley-Hendricks á UFC 192

Condit-Lawler á UFC 193 og Woodley-Hendricks á UFC 192

condit lawlerUFC staðfesti í gærkvöldi tvo flotta bardaga. Carlos Condit mætir Robbie Lawler í aðalbardaganum á UFC 193 og Tyron Woodley mætir Johny Hendricks á UFC 192.

Sá orðrómur að Condit myndi fá næsta titilbardaga gegn Lawler hefur nú verið staðfestur. Bardaginn fer fram þann 15. nóvember á UFC 193 í Melbourne, Ástralíu. Micheal Bisping mun mæta Robert Whittaker í næstsíðasta bardaga kvöldsins en þetta verður í fyrsta sinn sem UFC heimsækir Melbourne.

UFC 192 í Houston er farið að líta ansi vel út. Johny Hendricks mætir Tyron Woodley og er líklegt að sigurvegarinn fái næsta titilbardaga. Aðalbardagi kvöldsins er viðureign Daniel Cormier og Alexander Gustafsson en Rashad Evans mætir Ryan Bader einnig á sama kvöldi. UFC 192 fer fram þann 3. október.

Enn hefur ekkert verið gefið út með UFC 194 en talið er líklegt að bardagakvöldið fari fram á AT&T leikvanginum í Dallas þar sem Conor McGregor og Jose Aldo mætast. Þá gætu þær Ronda Rousey og Miesha Tate einnig mæst á sama kvöldi en allt slíkt tal eru einungis vangaveltur á þessum tímapunkti.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular