Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaUFC 178: Barátta Cat Zingano

UFC 178: Barátta Cat Zingano

Cat Zingano á vigtinni.
Cat Zingano á vigtinni.

Á laugardagskvöldið snýr Cat Zingano aftur í búrið eftir langa fjarveru sökum meiðsla. Zingano var komin í frábæra stöðu til að skora á Rondu Rousey en hefur þess í stað þurft að glíma við hvert áfallið á fætur öðru.

Zingano var lítið fyrir ballett og æfði þess í stað glímu frá tólf ára aldri. Hún varð síðar fjórum sinnum valin “All-American” sem er sérvalinn hópur af þeim allra bestu glímukonum landsins. Árið 2007 hóf hún að æfa jiu-jitsu og fljótlega eftir það MMA. Zingano er ósigruð í átta viðureignum en hún hefur klárað sjö af þessum átta og þar af fjóra bardaga með rothöggi. Áður en hún kom í UFC sigraði hún Raquel Pennington í Invicta en Pennington tapaði síðar í undanúrslitum í The Ultimate Fighter 18.

Í sínum fyrsta bardaga í UFC sigraði Zingano Miesha Tate á tæknilegu rothöggi í bardaga sem var valinn bardagi kvöldsins. Þrátt fyrir stuttan feril var Zingano lofað bardaga við meistarann, Rondu Rousey. Hún átti að þjálfa andspænis henni í The Ultimate Fighter þegar allt fór að fara úrskeiðis. Fljótlega eftir bardagann kom í ljós að hún þyrfti að fara í skurðaðgerð á báðum hnjám og hafa þau meiðsli haldið henni frá keppni í 17 mánuði.

Cat Zingano fékk ekki að þjálfa The Ultimate Fighter gegn Rondu Rousey vegna meiðslanna og tók Miesha Tate hennar stað. Það reyndist lítið áfall miðað við það sem koma skyldi.

Þann 13. janúar framdi eiginmaður hennar, Mauricio Zingano, sjálfsmorð. Mauricio var ekki bara eiginmaður hennar heldur einnig yfirþjálfari hennar og sá sem kynnti henni fyrir brasilísku jiu-jitsu í upphafi. Hann hafði ætíð fylgt henni í bardaga og verður bardaginn á laugardaginn fyrsti bardagi hennar án Mauricio.

cat
Zingano afgreiðir Tate

Þrátt fyrir alla erfiðleikana er Cat Zingano mætt til leiks aftur á móti Amöndu Nunes sem hefur sigrað sína fyrstu tvo bardaga í UFC með rothöggi í fyrstu lotu. Með sigri fær Zingano titilbardagann sem henni var lofað fyrir meiðslin gegn hinni taplausu Rondu Rousey. Takist henni að sigra nú á laugardaginn verður það að teljast ótrúlegt afrek eftir verstu sautján mánuði í lífi hennar.

amanda_nunes
Amanda Nunes
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular