spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBardagakvöldið í Belfast tekur á sig mynd - Zak Cummings á kunnuglegum...

Bardagakvöldið í Belfast tekur á sig mynd – Zak Cummings á kunnuglegum slóðum

ufc belfast gunnar nelson dong hyun kimUFC bardagakvöldið í Belfast er núna komið með níu bardaga og er nánast fullskipað. UFC hefur verið að bæta við bardögum á síðustu dögum og má þar finna margt spennandi. Gunnar Nelson er auðvitað í aðalbardaga kvöldsins en hann mætir Dong Hyun Kim.

Tveir þungavigtarbardagar hafa verið staðfestir og má þar finna fyrrum Bellator meistarann Alexander Volkov. Hinn rússneski Volkov mætir Bandaríkjamanninum Timothy Johnson en þetta verður frumraun Volkov í UFC. Bretinn Mark Godbeer mun einnig berjast sinn fyrsta UFC bardaga í Belfast en hann mætir Justin Ledet í þungavigt. Godbeer hefur unnið þrjá bardaga í röð síðan hann tapaði fyrir Cheick Kongo í Bellator. Þess má geta að síðasta tap Volkov kom einnig gegn fyrrnefndum Kongo.

Artem Lobov, sem æfir með Conor McGregor hjá SBG í Dublin, mætir Japananum Teruto Ishihara. Þetta gæti orðið skemmtilegur fjaðurvigtarslagur þar sem báðir munu eltast við rothöggið. Ishihara er athyglisverður karakter enda segist hann bara vera í MMA til að ná sér í gellur.

Zak Cummings, sem tapaði fyrir Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í Dublin 2014, mætir Alexander Yakovlev í Belfast. Cummings er 4-2 í UFC og verður gaman að sjá hann aftur á eyjunni grænu. Yakovlev lifði af þrjár lotur gegn Demian Maia en er aðeins 2-3 í UFC og þarf nauðsynlega á sigri að halda í Belfast.

Kevin Lee er 6-1 í léttvigt UFC og mætir hann hinum rússneska Magomed Mustafaev. Sá síðarnefndi hefur litið afar vel út í báðum UFC bardögum sínum og klárað þá báða með tæknilegu rothöggi. Það er því ljóst að hér mætast tveir mjög efnilegir léttvigtarmenn og gæti þetta verið einn af áhugaverðustu bardögum kvöldsins.

UFC hafði áður staðfest nokkra bardaga en búast má við að UFC bæti þremur bardögum í viðbót á bardagakvöldið. Sem stendur lítur bardagakvöldið svona út:

Veltivigt: Dong Hyun Kim gegn Gunnar Nelson
Fluguvigt: Ian McCall gegn Neil Seery
Léttvigt: Ross Pearson gegn James Krause
Fjaðurvigt: Teruto Ishihara gegn Artem Lobov
Veltivigt: Zak Cummings gegn Alexander Yakovlev
Léttvigt: Kevin Lee gegn Magomed Mustafaev
Strávigt kvenna: Anna Elmose gegn Amanda Cooper
Þungavigt: Justin Ledet gegn Mark Godbeer
Þungavigt: Timothy Johnson gegn Alexander Volkov

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular