spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBardagakvöldið í Liverpool tekur á sig mynd

Bardagakvöldið í Liverpool tekur á sig mynd

Gunnar Nelson mætir Neil Magny á UFC bardagakvöldinu í Liverpool í maí. Tíu bardagar hafa verið tilkynntir á kvöldið og stefnir í fínasta bardagakvöld.

Darren Till verður í aðalbardaga kvöldsins gegn Stephen Thompson og þá verður bardagi Gunnars og Neil Magny næstsíðasti bardagi kvöldsins. Áður en tveir stærstu bardagar kvöldsins voru staðfestir hafði UFC staðfest nokkra góða bardaga.

Tom Breese, sem kom hingað til lands í febrúar, mætir Dan Kelly á kvöldinu en undirbúningur Breese fyrir bardagakvöldið mun að hluta til fara fram á Íslandi. Elias Theodorou mætir Trevor Smith en Theodorou komst í fréttirnar á dögunum fyrir að vera spjaldastrákur hjá Invicta.

Daninn Mads Burnell mætir Bretanum Arnold Allen í fjaðurvigt en þetta eru tveir upprennandi bardagamenn. Allen er 3-0 í UFC en Burnell 1-1 á ferli sínum í UFC og eru 24 ára gamlir. Burnell er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og eini Daninn í UFC í dag.

Þá verður gaman að sjá árlegan bardaga Makwan Amirkhani en hann mætir Bandaríkjamanninum Jason Knight. Á síðustu þremur árum hefur Finninn Amirkhani bara barist einn bardaga á ári en Amirkhani æfir þessa stundina hjá SBG í Dublin. Knight var á góðu skriði í fyrra með fjóra sigra í röð en hefur nú tapað tveimur bardögum í röð.

Hér að neðan má sjá alla þá bardaga sem hafa verið staðfestir en uppröðun bardagakvöldsins liggur ekki fyrr enn sem komið er.

Veltivigt: Stephen Thompson gegn Darren Till
Veltivigt: Neil Magny gegn Gunnar Nelson
Millivigt: Dan Kelly gegn Tom Breese
Millivigt: Elias Theodorou gegn Trevor Smith
Veltivigt: Brad Scott gegn Salim Touahri
Veltivigt: Cláudio Silva gegn Nordine Taleb
Fjaðurvigt: Arnold Allen gegn Mads Burnell
Fjaðurvigt: Makwan Amirkhani gegn Jason Knight
Bantamvigt kvenna: Lina Lansberg gegn Gina Mazany
Millivigt: Darren Stewart gegn Eric Spicely

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular