spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBardagi Sunnu og Martin var valinn besti bardagi kvöldsins

Bardagi Sunnu og Martin var valinn besti bardagi kvöldsins

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir sigraði í nótt Mallory Martin á Invicta bardagakvöldinu í Kansas í gær. Sunna og Martin fengu bónus fyrir að vera í besta bardaga kvöldsins.

Bardagi Sunnu og Martin var gífurlega spennandi viðureign. Sunna vann fyrstu lotuna og náði að vanka Martin með góðri fléttu. Martin kom sterk til leiks í 2. lotu og vankaði Sunnu og náði fellu. Það var því allt undir fyrir þriðju og síðustu lotuna en Sunnu tókst að vinna þá lotu og þar með bardagann. Frábær frammistaða hjá Sunnu í frábærum bardaga.

Invicta bardagasamtökin völdu bardagann þann besta á kvöldinu og fengu þær Sunna og Martin því 1000 dollara bónus (110.000 krónur) hvor. Þær Livia Renata Souza og Ashley Cummins fengu einnig 1000 dollara hvor fyrir sína sigra. Souza rotaði Ayaka Hamasaki í 1. lotu og Cummins sigraði Amber Brown eftir dómaraákvörðun og fá þær því frammistöðubónus fyrir sigrana sína.

Sunna Rannveig er nú 2-0 á atvinnumannaferlinum eftir tvo sigra í Invicta.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular