spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBardaginn hjá Conor bæði á ViaPlay og Fight Pass

Bardaginn hjá Conor bæði á ViaPlay og Fight Pass

(Mynd: Jeff Bottari/Zuffa LLC via Getty Images)

UFC 257 fer fram á laugardaginn þar sem Conor McGregor mætir Dustin Poirier. Bardagakvöldið verður sýnt bæði á ViaPlay og á Fight Pass rás UFC.

ViaPlay hefur með sýningarréttinn á UFC á Íslandi síðan í fyrra eftir að Stöð 2 Sport hafði sýnt UFC um árabil. Allir bardagarnir á UFC 257 verða sýndir á ViaPlay á laugardaginn. Aðalhluti bardagakvöldsins og seinni upphitunarbardagarnir verða með íslenskri lýsingu.

Áskrift á ViaPlay Total sem inniheldur kvikmyndir, þáttaraðir og íþróttir kostar 1.599 kr. á mánuði en Pay Per View er ekki innifalið þar. ViaPlay mun um helgina rukka aukalega fyrir Pay Per View á UFC kvöldi í fyrsta sinn. Pay Per View á UFC 257 mun kosta 6.990 kr. Þetta er undantekning og verða aðeins allra stærstu kvöldin á slíku Pay Per View aukagjaldi hjá ViaPlay eins og kom fram í samtali okkar við stjórnanda ViaPlay.

Hægt er að horfa á bardagakvöldið líka á Fight Pass rás UFC. Hér áður fyrr þurfti að vera með áskrift á Fight Pass og kaupa síðan Pay Per View auklega fyrir öll númeruðu bardagakvöldin (UFC 256, UFC 257 o.s.fr.).

Nú hefur orðið breyting á hér á Íslandi þar sem aðalhluti bardagakvöldsins á öllum bardagakvöldum er aðgengilegur í Ultimate Monthly áskrift (19,99 evrur eða 3.134 ISK á mánuði) og Ultimate Annual (159,99 evrur eða 25.194 ISK á ári). Svo virðist sem það þurfi ekki að borga sérstaklega fyrir hvert Pay Per View á Fight Pass eins og var fyrir ekki svo löngu.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti en aðalhluti bardagakvöldins hefst kl. 3:00. Alla bardagana er hægt að horfa á bæði Fight Pass og ViaPlay.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular