spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBellator: Kemst Rory MacDonald í úrslit gegn Douglas Lima?

Bellator: Kemst Rory MacDonald í úrslit gegn Douglas Lima?

Bellator 222 fer fram á föstudaginn í Madison Square Garden. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Rory MacDonald og Neiman Gracie.

Bardagakvöldið er hlaðið stórum nöfnum og ætti að verða góð skemmtun. Aðalbardagi kvöldsins er seinni undanúrslitaviðureignin í veltivigtarmóti Bellator en Douglas Lima er þegar kominn í úrslit eftir sigur á Michael Page.

Stutt er síðan Rory MacDonald barðist en þann 27. apríl háði hann jafntefli gegn Jon Fitch. Þrátt fyrir jafnteflið komst MacDonald áfram og er hann enn ríkjandi veltivigtarmeistari Bellator.

Viðtalið eftir bardagann vakti mikla athygli þar sem MacDonald efaðist um framtíð sína sem bardagamaður.

„Það er erfitt að taka í gikkinn núna. Ég hef ekki þetta drápseðli innra með mér lengur. Það er erfitt að útskýra þetta en ég hika meira núna. Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta var ekki mín besta frammistaða,“ sagði MacDonald.

„Guð hefur breytt andanum mínum, breytt hjartanu mínu og það tekur ákveðinn anda að fara í búrið og leggja þjáningar á annan mann. Ég veit ekki hvort ég hafi sama drifkraft til að meiða menn lengur. Ég veit ekki hvað það er en það er ruglandi. Ég veit að Guð hefur eitthvað planað fyrir mig, hann var að tala við mig hér í kvöld, þetta er öðruvísi tilfinning.“

Um það vil sex vikum seinna mætir MacDonald aftur í búrið og tekst á við Neiman Gracie. MacDonald hefur þurft að svara mörgum spurningum um hugarfarið sitt fyrir bardagann en hann segist vera á mun betri stað í dag. MacDonald segist hafa átt erfitt með að setja sig í hlutverk bardagamannsins verandi trúaður eiginmaður og faðir. Hann hafi þurft að aðlagast en segir að það hafi tekist.

MacDonald er því handviss um að hann sé tilbúinn í bardagann en kannski er hann bara að segja það sem hann heldur að við viljum heyra. Gracie er 9-0 sem atvinnumaður og hefur klárað átta af bardögum sínum með uppgjafartaki. Ef MacDonald er ekki á tánum gæti Gracie náð óvæntum sigri.

Sama kvöld mætir Chael Sonnen Lyoto Machida í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Hinn umdeildi Dillon Danis (1-0) mætir síðan Max Humphrey (3-2) og verður áhugavert að sjá hinn kjaftfora Danis aftur. Aaron Pico (4-2) mætir Adam Borics (8-0) og ætti það að vera þrælgóður bardagi í fjaðurvigtinni.

Þá verður mjög áhugaverður bardagi í bantamvigtinni þegar þeir Kyoji Horiguchi og Darrion Caldwell mætast aftur. Fyrri bardagi þeirra fór fram í Rizin þar sem Caldwell var sendur á láni til Japan. Horiguchi sigraði en nú fer sá japanski á láni til Bellator. Fyrri bardaginn var jafn og skemmtilegur og verður áhugavert að sjá þá mætast að þessu sinni í búri.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular