Tuesday, March 19, 2024
HomeErlentKhabib segir að Conor eigi ekki skilið að fá annan bardaga gegn...

Khabib segir að Conor eigi ekki skilið að fá annan bardaga gegn sér

Blaðamannafundur var haldinn í gær í London fyrir UFC 242 sem fer fram í september. Gestir fundarins voru þeir Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier.

Þeir Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier mætast á UFC 242 í Abu Dhabi þann 7. september. Eins og búast mátti við var Khabib spurður út í Conor McGregor og mögulegt endurat þeirra á milli ef Khabib nær að sigra Poirier.

„Hann er bara með einn sigur á síðustu þremur árum, og það á að tryggja honum annan bardaga? Hann gafst upp gegn mér, hann grátbað mig um að þyrma sér og hann talar um annan bardaga? Tony Ferguson er á undan. Þeir sem eru á sigurgöngu eru á undan en ekki gaurinn sem hefur ekki unnið neitt í þrjú ár,“ sagði Khabib.

Tony Ferguson hefur unnið 12 bardaga í röð vill ekkert meira en fá titilbardaga næst.

„Ferguson á klárlega skilið titilbardaga, en þegar hann var beðinn um að berjast við Max Holloway sagði hann nei. Vandamálin í léttvigtinni í dag eru út af honum sjálfum. Hins vegar vil ég ekki horfa fram hjá Dustin Poirier, það verður erfiður bardagi sem ég þarf að komast í gegnum fyrst,“ sagði Khabib.

Khabib fagnaði því einnig að vera að berjast utan Bandaríkjanna en faðir hans hefur ekki getað staðið í horninu hjá honum í síðustu bardögum vegna vandamála með vegabréfsáritun í Bandaríkjunum. Því er tækifæri fyrir alla fjölskylduna og vini að skreppa til Abu Dhabi. Þar verða einnig liðsfélagar Khabib sem voru dæmdir í bann af UFC fyrir þátttöku sína í uppþotinu á UFC 229.

Önnur umfjöllunarefni blaðamannafundarins voru meðal annars nýtt líf fyrir Poirier eftir að vinna titilinn, virðingin sem Khabib ber fyrir Poirier og hvaða veikleika Poirier sér í Khabib.

Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular