Tuesday, March 19, 2024
HomeErlentWeili Zhang sögð fá næsta titilbardaga gegn Jessica Andrade - Namajunas ekki...

Weili Zhang sögð fá næsta titilbardaga gegn Jessica Andrade – Namajunas ekki hætt

UFC er sagt vera með næsta titilbardaga í strávigt kvenna í pípunum. Hin kínverska Weili Zhang er sögð fá næsta titilbardaga í strávigtinni gegn nýja meistaranum.

Jessica Andrade sigraði Rose Namajunas í maí eftir að hún kastaði þáverandi meistara á hausinn. Andrade sigraði með tæknilegu rothöggi í 2. lotu en fram að því sýndi Namajunas ansi lipra takta.

Samkvæmt ESPN mun fyrsta titilvörn Andrade vera gegn Weili Zhang í Kína þann 31. ágúst. UFC hefur ekki staðfest bardagann en þessi bardagi kemur nokkuð á óvart. Zhang hefur litið vel út síðan hún samdi við UFC og unnið alla þrjá bardaga sína. Zhang sigraði síðast Tecia Torres á UFC 235 í mars og er hún 19-1 sem atvinnumaður í MMA.

Rose Namajunas ýjaði að því að hún myndi hætta eftir tapið gegn Jessica Andrade en samkvæmt umboðsmanni hennar mun hún halda áfram. Namajunas getur samt ekki barist á næstunni vegna hálsmeiðsla sem hafa hrjáð hana í dágóðan tíma (fyrir Andrade bardagann). Namajunas stefnir á bardaga í lok árs.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular