Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBellator: Ben Henderson með sigur eftir undarleg meiðsli

Bellator: Ben Henderson með sigur eftir undarleg meiðsli

benson henderson bellator 160Ben Henderson og Patrício ‘Pitbull’ Freire mættust í aðalbardaganum á Bellator 160 í gær. Henderson vann eftir undarleg meiðsli Pitbull.

Freire byrjaði bardagann mjög vel en um miðbik annarrar lotu gaf Freire merki um að hann væri meiddur og gæti ekki haldið áfram.

Það var ekki mikið að gerast þegar Freire meiddist en hann sagðist hafa fundið kálfabeinið hreyfast. Eftir röntgenmynd kom í ljós að kálfabeinið brotnaði eftir spark frá Freire sem Henderson varði með sköflungnum í 1. lotu.

Þetta var fyrsti sigur Ben Henderson í Bellator eftir að hann færði sig yfir frá UFC. Með sigrinum tryggði hann sér titilbardaga gegn Michael Chandler í léttvigtinni. Henderson hafði áður skorað á veltivigtarmeistarann Andrey Koreshkov en tapaði eftir dómaraákvörðun.

Georgi Karakhanyan sigraði Bubba Jenkins aftur en í þetta sinn kláraði hann Jenkins með rothöggi. Karakhanyan kláraði Jenkins með „guillotine“ hengingu í janúar í fyrra.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular