spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBellator: Douglas Lima mætir Gegard Mousasi í kvöld

Bellator: Douglas Lima mætir Gegard Mousasi í kvöld

Bellator 250 fer fram í kvöld í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Douglas Lima og Gegard Mousasi um millivigtartitilinn.

Millivigtartitillinn í Bellator er laus eftir að Rafael Lovato Jr. lét beltið af hendi fyrr á árinu. Lovato gekkst undir heilaskanna í fyrra þar sem sáust nokkrir blóðpokar í heilanum á stærð við poppkorn en einn þeirra var á stærð við golfbolta. Lovato hefur sett MMA ferilinn á bið á meðan hann fer í frekari rannsóknir.

Lovato tók titilinn af Gegard Mousasi í júní í fyrra. Þar sem hann getur ekki varið titilinn sinn munu þeir Mousasi og Douglas Lima mætast um titilinn í kvöld. Lima er ríkjandi veltivigtarmeistari og getur orðið tvöfaldur meistari með sigri á Mousasi.

Það lítur út fyrir að allir bardagarnir verði í beinni á Youtube rás Bellator í kvöld. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 21:15 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst á miðnætti):

Titilbardagi í millivigt: Gegard Mousasi gegn Douglas Lima
Fjaðurvigt: Henry Corrales gegn Brandon Girtz
Fluguvigt kvenna: Veta Arteaga gegn Desiree Yanez

Upphitunarbardagar (hefjast kl. 21:15):

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular