spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC Fight Night: Overeem vs. Volkov - bestu bardagar helgarinnar

UFC Fight Night: Overeem vs. Volkov – bestu bardagar helgarinnar

Á laugardaginn er UFC með bardagakvöld í Las Vegas. Við förum yfir þá þrjá bardaga sem við teljum vera besta á kvöldinu.

Carlos Diego Ferreira gegn Beineil Dariush

Ferreira og Dariush eru rétt fyrir utan toppinn í léttvigtinni og enn frekar óþekktir hjá meðal aðdáandanum þrátt fyrir að hafa barist í UFC í sjö ár. Bardaginn er endurat en Dariush hafði sigur í fyrri bardaga þeirra á dómaraákvörðun árið 2014.

Báðir eru frábærir glímumenn en hafa báðir frábæra felluvörn og því ekki ólíklegt að þessi bardagi fari að miklu leiti fram standandi. Þeir hafa báðir bætt sig mikið standandi og Dariush klárað síðustu tvo andstæðinga sína með rothöggi.

Dariush hefur klárað síðustu fjóra andstæðinga sína og Ferreira þrjá af síðustu fimm. Góð frammistaða í þessum bardaga getur skilað sigurvegaranum langleiðina að topp 5 í þyngdarflokknum og því mikið undir. Því má búast við fjörugum en tæknilegum bardaga.

Cory Sandhagen gegn Frankie Edgar

Þeir Sandhagen og Edgar eru ansi nálægt toppnum í bantamvigtinni og má búast við að sigurvegarinn hér hljóti næst titilbardaga. Bantamvigtin er einn skemmtilegasti þyngdarflokkurinn að horfa á í UFC og þessi bardagi lofar góðu.

Sandhagen er einn sá besti standandi í þyngdarflokknum og er frábær í að mynda vinkla út frá mismunandi fótastöðum. Edgar er einn sá besti í sportinu að blanda saman höggum og fellum em hefur verið hans einkennismerki í áratug. Sandhagen er með fjörugan glímustíl en skilur eftir opnanir. Edgar er á móti með svart belti í jiu-jitsu og refsar með olnbogum eða litlum höggum.

Báðir hafa úthald til að berjast á miklum hraða í langan tíma og stílarnir ættu að fara skemmtilega gegn hvor öðrum. Þessi bardagi er líklegur til að verða einn besti bardagi kvöldsins.

Alistair Overeem gegn Alexander Volkov

Aðalbardagi kvöldsins er í þungavigtinni og er sigurvegarinn hér líklega ansi nálægt titilbardaga. Overeem er kominn á seinasta hluta ferilsins og í raun komið að seinustu tilrauninni til að ná UFC beltinu. Volkov hefur átt misjafnar frammistöður undanfarið og þarf að sanna að hann hefur það sem þarf til að berjast um þungavigtarbeltið.

Báðir eru góðir standandi en Overeem hefur sótt meira í fellurnar undanfarið og notað góð vopn í gólfinu. Overeem er frábær í „clinchinu” og hefur bæði góð hné og fellur þaðan. Volkov hefur góð vopn úr fjarlægð, bein högg og spörk en virðist eiga hrikalega erfitt með bardaga sem fara í gólfið. Bardaginn veltur því á því hvort Volkov nær að halda fjarlægðinni eða Overeem nær að loka henni.

Báðir menn hafa leið til að klára bardagann snemma. Ef bardaginn dregst á langinn hafa báðir menn sýnt gott þol fyrir þungavigtamenn og því ólíklegt að hann endi í að þeir liggi á hvor öðrum og neiti að gera neitt. Þá er bardaginn líklegur til að vera tæknilegur þar sem þetta eru tveir af þeim tæknilegustu standandi í þungavigtinni.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjólfur Ingvarsson
Brynjólfur Ingvarsson
- Brúnt belti í brasilísku jiu jitsu - Keppnisreynsla í MMA - Keppnisreynsla í hnefaleikum - Svart belti í Taekwondo
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular