spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBigfoot Silva féll á lyfjaprófi

Bigfoot Silva féll á lyfjaprófi

Antonio-Bigfoot-Silva-UFC-146-weigh-478x270Antonio „Bigfoot“ Silva féll á lyfjaprófi eftir bardaga sinn gegn Mark Hunt á UFC Fight Night 33, sem fór fram 7. desember síðastliðinn í Brisbane í Ástralíu. Bardaginn var aðalbardagi kvöldsins og að margra mati einn besti bardagi í sögu þungavigtardeildar UFC. Nú varpar lyfjaprófið skugga sínum á einn eftirminnilegasta bardaga ársins.

Silva var með undanþágu frá lækni til að geta fengið TRT (testosterone replacement therapy) meðferð fyrir bardagann, en samt sem áður var hann yfir leyfilegum testosterón mörkum. Í TRT meðferð er testosterónmagnið í blóði þeirra sem eru með óvenju lágt hlutfall testosteróns hækkað með lyfjagjöf. „Silva hefur verið í TRT-meðferð að læknisráði og stóðst öll próf fyrir bardagann,“ sagði í yfirlýsingu frá UFC. „En próf sem var framkvæmt sama dag og bardaginn fór fram sýndi að hann væri yfir leyfilegum mörkum.“

Silva útskýrði í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni að hann hefði verið undir eðlilegum mörkum tveimur vikum fyrir bardagann og því hefði læknir ráðlagt honum að auka skammtinn. Því miður hefði það orðið til þess að hann fór yfir leyfileg mörk. Silva sagði að hann væri sáttur, því hann sagðist vita að hann hefði ekki gert neitt rangt og aldrei verið að reyna að svindla, þetta væru bara læknamistök.

Silva og Hunt börðust í fimm lotu bardaga sem endaði með jafntefli og þeir fengu mikið lof frá Dana White, forseta UFC, fyrir frammistöðu sína. Þrátt fyrir að enginn hefði sigrað fengu þeir báðir laun eins og þeir hefðu unnið og auk þess fengu þeir 50.000 dollara hvor sem verðlaun fyrir bardaga kvöldsins. Verðlaun Silva fara nú til Hunt og Silva fer í níu mánaða keppnisbann sem gildir frá 7. desember. Bardaginn verður ógiltur fyrir Silva en Hunt heldur jafnteflinu.

Silva fékk árslangt keppnisbann árið 2008 þegar steralyfið boldenone fannst í lyfjaprófi. Hann mótmælti banninu og hélt því fram að hann hefði fallið á prófinu vegna löglegs fæðubótarefnis sem inniheldur efni sem auka testosterónframleiðslu. Umboðsmaður Silva sagði hann nota efnið til að meðhöndla sjúkdóminn acromegaly, eða risavöxt.

spot_img
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular