0

Biggi berst í beinni í kvöld

Mynd: Fightstar/Mike Ruane.

Birgir Örn Tómasson mætir Litháanum Paulius Zitinevius í kvöld. Bardaginn fer fram á King of the Cage bardagakvöldinu í Litháen og verður bardaginn sýndur beint á Facebook.

Birgir Örn er 3-0 sem atvinnumaður og hefur klárað alla sína bardaga með rothöggi í 1. lotu. Hann stefnir á að klára Zitinevius með rothöggi í kvöld eins og vaninn er hjá honum en bardaginn fer fram í léttvigt.

11 bardagar eru á dagskrá á King of the Cage bardagakvöldinu í kvöld en Birgir er í 9. bardaga kvöldsins. Bardaganum verður streymt í gegnum opinbera Facebook síðu Birgis hér og reiknar Birgir með að sinn bardagi hefjist um 18 leytið eða síðar.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.