0

Birgir Örn tapaði með rothöggi

Birgir Örn Tómasson var rétt í þessu að berjast á King of the Cage bardagakvöldinu í Litháen. Birgir tapaði eftir rothögg í 1. lotu eftir háspark.

Bardaginn fór fram í léttvigt en Birgir mætti Litháanum Paulius Zitinevius. Báðir byrjuðu á að skiptast á góðum spörkum í lappir áður en Zitinevius reyndi fellu. Birgir varðist fellunni vel og enduðu þeir upp við búrið um stund. Birgir náði sjálfur fellu en leyfði Litháanum að standa upp.

Þeir héldu svo áfram að skiptast á spörkum og náði Zitinevius svakalegu hægri hásparki sem smellhitti og féll Birgir fram fyrir sig á gólfið. Zitinevius fylgdi því eftir með nokkrum höggum áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Rothögg í 1. lotu hjá Zitinevius. Laglega gert hjá Litháanum en leiðinlegt að sjá Birgi tapa.

Þetta er fyrsta tap Birgis sem atvinnumaður en bardaganum var streymt á Facebook síðu hans. Bardagann má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.