Wednesday, April 24, 2024
HomeForsíðaBirgir Örn, Egill og Diego keppa í Doncaster í mars

Birgir Örn, Egill og Diego keppa í Doncaster í mars

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Þeir Birgir Örn Tómasson, Egill Øydvin Hjördísarson og Diego Björn Valencia keppa á bardagakvöldi í Doncaster þann 28. mars. Birgir og Egill keppa í MMA en Diego í sparkboxi.

Birgir Örn (2-1) keppti síðast í Liverpool þann 7. mars og því skammt stórra högga á milli hjá honum. Birgir tapaði þá titilbardaga í léttvigt eftir fimm jafnar lotur en berst nú í veltivigt – þyngdarflokkinum fyrir ofan léttvigt. Hann mætir Onur Caglar (7-11) en Caglar æfir undir handleiðslu Danny Mitchell sem mætti Gunnari Nelson í ágúst 2010.

Egill Øydvin (2-0) mætir Matt Hodgson (3-1) í millivigt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hodgson mætir Íslendingi en Þórir Örn sigraði Hogdson í desember í fyrra.

Diego Björn Valencia mun berjast sparkbox bardaga undir áhugamanna K-1 reglum. Diego mætir Anthony Elliot (3-1) en þetta verður fyrsti sparkbox bardagi Diego. Diego hefur hefur barist fimm bardaga í MMA og keppti um árabil í karate.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular