spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBirgir Örn fær sinn fyrsta atvinnubardaga í febrúar

Birgir Örn fær sinn fyrsta atvinnubardaga í febrúar

Birgir Örn Tómasson hefur tekið skrefið í atvinnumennsku og berst sinn fyrsta atvinnubardaga í febrúar.

Birgir var 3-2 sem áhugamaður og keppti síðast á Evrópumótinu í MMA í nóvember. Þar féll hann úr leik í fyrstu umferð og vildi Birgir komast strax aftur í búrið eftir EM. Hann fær nú ósk sína uppfyllta og fær alvöru bardaga á Shinobi.

Bardaginn fer fram á Shinobi 10 bardagakvöldinu í Liverpool. Sama kvöld ver Bjarki Ómarsson fjaðurvigtartitil sinn í Shinobi en vonir standa til að fleiri Íslendingar fái bardaga þetta kvöld.

Birgir Örn mætir Anthony O’Connor í léttvigt en O’Connor er 1-0 sem atvinnumaður. Nafnið er eflaust einhverjum bardagaaðdáendum kunnugt enda sigraði Bjarki Þór Pálsson hann í september 2014.

Shinobi 10 fer fram þann 25. febrúar í Liverpool í Olympia höllinni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular