Saturday, July 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaStefán nældi sér í silfur á Evrópumótinu í BJJ

Stefán nældi sér í silfur á Evrópumótinu í BJJ

Mynd tekin í sumar. Mynd af Facebook-síðu Stefáns.

Stefán Þórarinsson fékk silfur á Evrópumótinu í brasilísku jiu-jitsu sem fram fór um síðustu helgi. Stefán keppti í unglingaflokki en hann er búsettur í Svíþjóð.

Stefán keppti í -64 kg flokki unglinga í blábeltingaflokki. Stefán fékk tvær glímur á mótinu en hann æfir hjá KFUM Fightzone í Malmö.

Stefán hefur æft BJJ í rúm tvö ár en aldrei æft hér á Íslandi fyrir utan örfáa daga í Mjölni er hann var í fríi hér á landi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Stefán vinnur til verðlauna á stóru móti en hann vann sinn flokk á Heimsmeistaramótinu í sumar en þá keppti hann í unglingaflokki hvítbeltinga. Þá vann hann sína flokka á Rome Open og Danish Open í fyrra.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular