spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBirgir Örn, Magnús Ingi og Bjarki berjast í Liverpool í mars

Birgir Örn, Magnús Ingi og Bjarki berjast í Liverpool í mars

biggi
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Þeir Birgir Örn Tómasson, Magnús Ingi Ingvarsson og Bjarki Ómarsson berjast á Shinobi War 4 bardagakvöldinu þann 7. mars næstkomandi. Birgir Örn mun berjast um léttvigtartitilinn en Gamanferðir verða með ferð á bardagana.

Birgir Örn Tómasson (2-0) mun mæta Gavin Hughes (5-0) um léttvigtarbelti Shinobi. Bjarki Þór var léttvigtarmeistari Shinobi en lét beltið af hendi þar sem hann mun halda í atvinnumennsku á þessu ári. Birgir Örn barðist síðast á Shinobi 3 bardagakvöldinu í október en þá rotaði hann andstæðing sinn í 3. lotu.

Magnús Ingi Ingvarsson átti frábært ár í fyrra og sigraði alla þrjá bardaga sína með rothöggi. Hann hefur nú sigrað fjóra baraga í röð, alla í fyrstu lotu, eftir að hafa gert jafntefli í sínum fyrsta bardaga. Þá mun hinn 19 ára Bjarki Ómarsson berjast sinn 5. bardaga á sama kvöldi. Allir bardagar kvöldsins eru áhugamannabardagar.

Gamanferðir verða með ferð í boði á bardagana en fararstjóri verður Bjarki Þór Pálsson. Hægt er að panta og skoða ferðina nánar á síðu Gamanferða hér.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular