Þeir Birgir Örn Tómasson, Magnús Ingi Ingvarsson og Bjarki Ómarsson berjast á Shinobi War 4 bardagakvöldinu þann 7. mars næstkomandi. Birgir Örn mun berjast um léttvigtartitilinn en Gamanferðir verða með ferð á bardagana.
Birgir Örn Tómasson (2-0) mun mæta Gavin Hughes (5-0) um léttvigtarbelti Shinobi. Bjarki Þór var léttvigtarmeistari Shinobi en lét beltið af hendi þar sem hann mun halda í atvinnumennsku á þessu ári. Birgir Örn barðist síðast á Shinobi 3 bardagakvöldinu í október en þá rotaði hann andstæðing sinn í 3. lotu.
Magnús Ingi Ingvarsson átti frábært ár í fyrra og sigraði alla þrjá bardaga sína með rothöggi. Hann hefur nú sigrað fjóra baraga í röð, alla í fyrstu lotu, eftir að hafa gert jafntefli í sínum fyrsta bardaga. Þá mun hinn 19 ára Bjarki Ómarsson berjast sinn 5. bardaga á sama kvöldi. Allir bardagar kvöldsins eru áhugamannabardagar.
Gamanferðir verða með ferð í boði á bardagana en fararstjóri verður Bjarki Þór Pálsson. Hægt er að panta og skoða ferðina nánar á síðu Gamanferða hér.