Birgir Örn Tómasson var rétt í þessu að vinna Anthony O’Connor eftir tæknilegt rothögg. Atvinnumannaferillinn fer því vel af stað hjá Birgi.
Kapparnir byrjuðu á að skiptast á höggum snemma í bardaganum og var O’Connor að hafa betur. O’Connor var að hitta með nokkrum lágspörkum í lærið en Birgir náði heldur betur að svara fyrir sig.
Eftir tæpar tvær mínútur í 1. lotu náði Birgir góðum hægri krók sem vankaði O’Connor verulega. O’Connor féll í gólfið og fylgdi Birgir eftir með nokkrum höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann.
Þetta var glæsilegur sigur hjá Birgi gegn góðum andstæðingi. Birgir var eðlilega hæstánægður með sigurinn og fagnaði vel og innilega þegar sigurinn var í höfn.
That’s all she wrote! @MjolnirMMA‘s ‘Biggi’ TKOs his biggest opponent to date in impressive fashion! Great first pro win for the Viking ?? pic.twitter.com/Tl9wSWulaV
— Shinobi MMA FC (@ShinobiMMAFC) February 25, 2017
Mjölnismenn fóru því 2-0 í gegnum kvöldið en fyrr í kvöld vann Bjarki Pétursson Joey Dakin eftir dómaraákvörðun.