spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBirgir Örn með rothögg í 1. lotu

Birgir Örn með rothögg í 1. lotu

Mynd af Facebook síðu Mjölnis.

Birgir Örn Tómasson var rétt í þessu að vinna Anthony O’Connor eftir tæknilegt rothögg. Atvinnumannaferillinn fer því vel af stað hjá Birgi.

Kapparnir byrjuðu á að skiptast á höggum snemma í bardaganum og var O’Connor að hafa betur. O’Connor var að hitta með nokkrum lágspörkum í lærið en Birgir náði heldur betur að svara fyrir sig.

Eftir tæpar tvær mínútur í 1. lotu náði Birgir góðum hægri krók sem vankaði O’Connor verulega. O’Connor féll í gólfið og fylgdi Birgir eftir með nokkrum höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann.

Þetta var glæsilegur sigur hjá Birgi gegn góðum andstæðingi. Birgir var eðlilega hæstánægður með sigurinn og fagnaði vel og innilega þegar sigurinn var í höfn.

Mjölnismenn fóru því 2-0 í gegnum kvöldið en fyrr í kvöld vann Bjarki Pétursson Joey Dakin eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular