Birgir Örn Tómasson berst á laugardaginn á King of the Cage bardagakvöldinu á laugardaginn. Þetta verður þriðji MMA bardagi hans á árinu og stefnir hann á að ná enn einu rothögginu í 1. lotu.
Birgir Örn Tómasson (3-0) hefur klárað alla atvinnubardaga sína með rothöggi í 1. lotu. Birgir stefnir á að ná sínu fjórða rothöggi nú á laugardaginn þegar hann mætir heimamanninum Paulius Zitinevius í Litháen.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Birgir keppir í Litháen en hann sigraði Renatas Buskus í febrúar. Þá átti hann upphaflega að mæta fyrrnefndum Zitinevius en var skyndilega kominn með nýjan andstæðing og þurfti allt í einu að létta sig um tvö kíló í viðbót. Birgir lét það ekki hafa mikil áhrif á sig og var Buskus búinn að fá nóg eftir 1. lotu í bardaga þeirra.
Birgir tók ekki langa pásu og var mættur á Fightstar bardagakvöldið í apríl þar sem hann sigraði Stelios Theocharous í 1. lotu. Nú stefnir hann á þriðja rothöggið á árinu á laugardaginn. Það er til mikils að vinna en sigurvegaranum hefur verið lofað að berjast á King of the Cage kvöldi í Bandaríkjunum.
Bardaganum verður streymt á Facebook síðu Birgis á laugardaginn hér.