Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the td-cloud-library domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/mmafrettir.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Birkir Freyr og Jósep Valur gráðaðir í svart belti |
spot_img
Sunday, April 20, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBirkir Freyr og Jósep Valur gráðaðir í svart belti

Birkir Freyr og Jósep Valur gráðaðir í svart belti

Ómar Yamak, Halldór Logi, Birkir Freyr, Jósep Valur, Axel og Gunnar.

Tveir Íslendingar voru í dag gráðaðir í svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Þar með hafa 15 Íslendingar hlotið þann heiður að fá svart belti í íþróttinni.

Stór járnun fór fram í Mjölni fyrr í kvöld. Þar fengu þeir Birkir Freyr Helgason og Jósep Valur Guðlaugsson svart belti í brasilísku jiu-jitsu.

Þeir Brynjólfur Ingvarsson, Luka Jelcic, Magnús Björn Ólafsson, Bjarki Ómarsson, Kristján Einarsson og Diego Björn Valencia fengu svo brúnt belti í kvöld og þá voru fjölmörg fjólublá og blá belti afhend fyrr í kvöld. Byrjendur í jiu-jitsu byrja með hvítt belti, fá svo blátt, svo fjólublátt, svo brúnt og að lokum svart belti.

Aðrir sem hafa hlotið þann heiður að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu eru þeir Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson, Axel Kristinsson, Bjarni Baldursson, Sighvatur Magnús Helgason, Þráinn Kolbeinsson, Arnar Freyr Vigfússon, Kári Gunnarsson, Ingþór Örn Valdimarsson, Jóhann Eyvindsson, Daði Steinn Brynjarsson, Ómar Yamak og Halldór Logi Valsson.

spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið