spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Ómars: Get varla lýst því hversu svekktur ég er

Bjarki Ómars: Get varla lýst því hversu svekktur ég er

Bjarki Ómarsson
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Bjarki Ómarsson átti að verja fjaðurvigtartitil sinn á Shinobi 10 bardagakvöldinu annað kvöld. Því miður meiddist Bjarki nýlega og getur því ekki keppt.

Undir eðlilegum kringumstæðum ætti Bjarki að vera í sjóðandi heitu baði í Liverpool þar sem hann skafar af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. Í staðin er hann heima á Íslandi eftir óheppileg meiðsli. En hvað kom fyrir og hvernig gerðist þetta?

„Ég var í stöðu sem kallast 50/50 guard og þar snérist smá upp á hnéð. Það kom svona smellur og dálítið mikill sársauki en bara í tvær sekúndur og síðan var ég bara góður á því. En um leið og ég byrjaði að kólna vissi ég að það væri eitthvað að hnénu,“ segir Bjarki.

Atvikið átti sér stað á þriðjudaginn í síðustu viku, 11 dögum fyrir bardagann. Bjarki er ekki lengur haltrandi og finnur aðallega til þegar hann labbar niður stiga. Hann hefur nú ekkert barist síðan í lok júlí í fyrra þegar hann vann fjaðurvigtarbelti Shinobi.

„Ég er mjög svekktur með þetta. Ég get varla lýst því hversu svekktur ég er enda þurfti ég að sleppa EM í nóvember líka vegna meiðsla. Það voru gömul meiðsli sem ég fékk rétt fyrir titilbardagann í sumar, þá braut ég tvær tær en vissi ekki af því og keppti samt. Síðan eftir þann bardaga kom í ljós að ég væri tábrotinn þannig að ég ákvað að fara ekki á EM og láta það gróa. Það er búið að gróa en svo kemur þetta.“

Bjarki hefur því misst af EM og titilbardaga á nokkrum mánuðum og ekki fengið að fara í búrið í dágóðan tíma. En er þetta bara tilviljun eða eitthvað til að hafa áhyggjur af? „Nei nei, ég myndi ekki segja það. Ég held ég sé ekki að æfa of mikið eða neitt þannig. Þetta eru ‘góð hnémeiðsli’ ef svo má segja þar sem ég þarf ekki að fara í neina aðgerð eða neitt svoleiðis. Ég ætti að geta byrjað að æfa á fullum krafti eftir 6-8 vikur.“

Það er auðvitað svekkjandi og leiðinlegt fyrir Bjarka að missa af bardaganum en það má ekki gleyma því að það er annar Bjarki sem keppir á morgun. Þeir Bjarki Pétursson og Birgir Örn Tómasson keppa á Shinobi bardagakvöldinu í Liverpool annað kvöld en hægt verður að horfa á bardagana í beinni útsendingu hér fyrir sjö pund (959 kr). Drukkstofa Óðins mun einnig sýna bardagana beint í Mjölni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular