spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Ómarsson með glæsilegan sigur í 1. lotu

Bjarki Ómarsson með glæsilegan sigur í 1. lotu

Bjarki Ómarsson barðist á CAGE 48 bardagakvöldinu í Finnlandi fyrr í dag. Bjarki sigraði með hengingu í 1. lotu.

Bardaginn fór fram í Finnlandi í dag og var Bjarki í fyrsta bardaga kvöldsins gegn heimamanninum Joel Arolainen.

Joel fór strax í fellu og keyrði Bjarka upp við búrið. Bjarka tókst að koma sér aftur upp strax en Joel hélt Bjarka upp við búrið. Bjarki reyndi að snúa stöðunni við en Joel gerði vel í að halda Bjarka upp við búrið. Joel var þó ekki að gera mikinn skaða eða að ná Bjarka niður.

Bjarki náði góðu hné upp við búrið og komst aðeins frá búrinu en Joel skaut strax aftur í Bjarka sem varðist vel. Úr varð smá stöðubarátta þar sem Joel reyndi að komast ofan á Bjarka en Bjarki sýndi góða felluvörn. Bjarki náði taki á hálsinum á Joel og ýtti Joel honum upp við búrið þar sem Bjarki lét sig falla í „guillotine“ hengingu. Joel stóð uppi og hélt Bjarka á lofti en okkar maður herti bara takið. Joel lét sig falla niður og tappaði út eftir 3:20 í 1. lotu.

Virkilega flottur sigur hjá Bjarka og er hann nú 2-1 sem atvinnumaður. Bjarki fagnaði vel og innilega eftir sigurinn.

„Ég æfi guillotine oft upp við búrið. Hann hélt mér vel upp við búrið og ég vissi að ég þyrfti að koma mér frá búrinu. Þetta er besta bardagakvöld sem ég hef barist á og vonandi fæ ég fleiri bardaga hér,“ sagði Bjarki í viðtalinu eftir bardagann.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular