spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Ómarsson tapaði eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu

Bjarki Ómarsson tapaði eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu

Bjarki Ómarsson tapaði fyrir James Hendin á Fightstar 16 fyrr í kvöld. Bjarki tapaði eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu.

Bardaginn fór fram í léttvigt og var einn af síðustu bardögum kvöldsins. Þetta var annar atvinnubardaga Bjarka og hans fyrsti bardagi í rúmt ár en fyrsti atvinnubardagi Hendin.

Hendin byrjaði á nokkrum lágspörkum og eftir eitt slíkt stökk Bjarki inn með beina hægri og „clinchaði“ við Hendin. Bjarki pressaði Hendin upp að búrinu en Hendin snéri stöðunnu við skömmu síðar.

Þar sáum við Hendin nýta sér reynslu sína í júdó en Hendin er svart belti í júdó. Hendin kastaði Bjarka glæsilega og komst í góða stöðu ofan á í gólfinu. Bjarki náði að koma sér í aðeins betri stöðu upp við búrið og reyndi að komast upp en Hendin hélt góðri pressu.

Hendin var að finna nokkur högg hér og þar og meðal annars olnboga. Hendin náði svo mjög góðum olnboga sem virtist vanka Bjarka. Bjarki snéri sér undan og fékk nokkur högg í kjölfarið og stöðvaði dómarinn bardagann. Tap hjá Bjarka í 1. lotu. Bjarki er núna 1-1 sem atvinnumaður.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular