spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Ómarsson tók beltið eftir öruggan sigur

Bjarki Ómarsson tók beltið eftir öruggan sigur

Bjarki Ómarsson
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Bjarki Ómarsson var rétt í þessu að sigra fjaðurvigtarbelti Shinobi War samtakanna. Bjarki átti bardagann allan tímann og var sigurinn aldrei í hættu.

Bjarki sigraði Rob Zabitis eftir einróma dómaraákvörðun eftir fimm lotur. Sigurinn var aldrei í hættu og stjórnaði Bjarki bardaganum með góðum fellum og frábæru jiu-jitsu.

Zabitis varðist vel í gólfinu og náði Bjarki ekki að komast í hengingar. Bardaginn fór að mestu leyti fram í gólfinu en Zabitis reyndi ítrekað að „clincha“ Bjarka upp við búrið. Það gekk ekki upp fyrir Bretann þar sem Bjarki náði ýmist fellu eða kasti. Standandi náði Bjarki nokkrum spörkum en hvorugur virtist meiða hvorn annan með höggum.

Þetta var besta frammistaða sem við höfum séð frá Bjarka gegn sterkum andstæðingi. Zabitis var fyrir bardagann með fimm sigra og eitt tap en Bjarki var einfaldlega betri bardagamaðurinn.

Bjarki er núna 7-4 sem áhugamaður og er fjaðurvigtarmeistari Shinobi. Við óskum Bjarka til hamingju með þennan glæsilega sigur og hlökkum til í að sjá hann berjast aftur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular