Bjarki Ómarsson var rétt í þessu að sigra fjaðurvigtarbelti Shinobi War samtakanna. Bjarki átti bardagann allan tímann og var sigurinn aldrei í hættu.
Bjarki sigraði Rob Zabitis eftir einróma dómaraákvörðun eftir fimm lotur. Sigurinn var aldrei í hættu og stjórnaði Bjarki bardaganum með góðum fellum og frábæru jiu-jitsu.
Zabitis varðist vel í gólfinu og náði Bjarki ekki að komast í hengingar. Bardaginn fór að mestu leyti fram í gólfinu en Zabitis reyndi ítrekað að „clincha“ Bjarka upp við búrið. Það gekk ekki upp fyrir Bretann þar sem Bjarki náði ýmist fellu eða kasti. Standandi náði Bjarki nokkrum spörkum en hvorugur virtist meiða hvorn annan með höggum.
Þetta var besta frammistaða sem við höfum séð frá Bjarka gegn sterkum andstæðingi. Zabitis var fyrir bardagann með fimm sigra og eitt tap en Bjarki var einfaldlega betri bardagamaðurinn.
Bjarki er núna 7-4 sem áhugamaður og er fjaðurvigtarmeistari Shinobi. Við óskum Bjarka til hamingju með þennan glæsilega sigur og hlökkum til í að sjá hann berjast aftur.
Húrra…….