spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Pétursson fær bardaga á Shinobi

Bjarki Pétursson fær bardaga á Shinobi

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Enn einn Bjarkinn mun berjast sinn fyrsta MMA bardaga á Shinobi 10 í febrúar. Þar með eru þrír Íslendingar komnir á bardagakvöldið.

Bjarki Pétursson, eða Big Red eins og hann er kallaður, mætir Joey Dakin en sá er líka að keppa sinn fyrsta MMA bardaga. Bardaginn fer fram í millivigt en um áhugamannabardaga er að ræða.

Bjarki Pétursson verður ekki eini Bjarkinn á bardagakvöldinu því Bjarki Ómarsson mun verja fjaðurvigtartitil sinn sama kvöld. Þá mun Birgir Örn Tómasson berjast sinn fyrsta atvinnubardaga um kvöldið.

Bardagakvöldið fer fram þann 25. febrúar í Olympia höllinni í Liverpool.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular